fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Elliði segir Bjarna klókan: „Hann sá sóknarfæri fyrir flokkinn og nýtti það“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 10. október 2023 14:00

Elliði Vignisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að Bjarni Benediktsson hafi sýnt ákveðin klókindi þegar hann ákvað að segja af sér sem efnahags- og fjármálaráðherra í morgun.

„Enn og aftur sýnir Bjarni Ben hversu öflugur stjórnmálamaður hann er. Hann sá sóknarfæri fyrir flokkinn og nýtti það. Sóknarfærið er fólgið í því að stíga út úr ráðuneytinu þar sem hann hefði ekki fengið neinn frið fyrir hælbítum. Samhliða fær flokkurinn tækifæri til að safna kröftum sínum og kjarna sig,“ segir Elliði í færslu á Facebook.

„Þetta gerir hann af virðingu og auðmýkt. Svo ósammála sem hann er umboðsmanni þá virðir hann afstöðu hans,“ segir hann á Facebook.

Hann segir að óhjákvæmilega muni pressan á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra aukast samhliða þessari ákvörðun Bjarna. Segir hann að ólíkt Bjarna hafi hún brotið lög.

„Vart hyggst hún reyna að sitja það af sér eftir þetta útspil.“

Elliði segist telja best að samhliða þessu yrði gerð meiri breyting en minni á ríkisstjórninni.

„Færa ráðherra á milli ráðuneyta og koma flokkunum þannig upp úr skotgröfunum sem þeir sannarlega eru í. Draga línu í sandinn og hefja seinni hálfleik með því að taka dagskrárvaldið í dægurmálunum. Þannig gæti ríkisstjórn verið á vetur setjandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben