fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Þorvaldur vill að hæstaréttardómari sem sagði ekki „múkk“ víki vegna Lindarhvolsmálsins

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 8. júlí 2023 11:00

Þorvaldur Gylfason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Gylfason, prófessor emerítus í hagfræði við Háskóla Íslands, gerir málefni Lindarhvols að umtalsefni í færslu á Facebook-síðu sinni nú í morgunsárið. Eins og kunnugt er var umtöluð skýrsla Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda, um málefni félagsins birt í gær. Skýrslunni hafði verið haldið leyndri síðan árið 2018. Í henni er farið yfir rekstur félagsins sem var stofnað til að halda utan um eignir bankanna, sem hrundu árið 2008, og enduðu í faðmi íslenska ríkisins.

Sjá einnig: 9 gölnustu ávirðingarnar úr Lindarhvolsskýrslunni – Steinar alls staðar, leyndarhyggja og rausnarlegur afsláttur á grundvelli tortryggilegs minnisblaðs

Kröfur um afsagnir vegna málsins hafa komið upp og Þorvaldur nefnir sérstaklega til sögunnar í færslu sinni Ásu Ólafsdóttur hæstaréttardómara en býður lesendum að nefna fleiri sem ættu að víkja vegna LIndarhvolsmálsins:

„Þeim fer fjölgandi sem ættu að sjá sóma sinn í að “stíga til hliðar” í þeirri nýgömlu spillingarhrinu sem ríður nú yfir landið. Ein þeirra er Ása Ólafsdóttir hæstaréttardómari sem sat í stjórn Lindarhvols án þess að segja múkk. Í heilbrigðu stjórnarfari myndi hún láta sig hverfa úr Hæstarétti a.m.k. þar til ríkissaksóknari hefur lokið rannsókn sinni. Fleiri þyrftu að gera slíkt hið sama. Þið getið bætt nöfnum á listann.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu