fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Fleiri Íslendingar ánægðir en óánægðir með hvalveiðibann Svandísar

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 30. júní 2023 13:09

Svandís Svavarsdóttir,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Prósent gerði í vikunni 22.- 29. júní könnun á viðhorfum Íslendinga til þeirrar ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að stöðva veiðar á langreyðum fram til 31. ágúst.

Alls svöruðu 1.147 manns könnuninni.

Samtals sögðust 36 prósent vera mjög eða frekar óánægð með ákvörðunina en 48 prósent sögðust mjög eða frekar ánægð en 16 prósent sögðust hvorki ánægð né óánægð.

Marktækur munur var á skoðun þátttakenda eftir kyni. Af konum sögðust 55 prósent ánægðar en 27 prósent óánægðar. Þegar kemur að körlum voru 42 prósent ánægðir en 43 prósent óánægðir.

Munurinn var einnig talsverður eftir aldri. Af fólki á aldrinum 18-24 ára voru 59 prósent ánægð, 8 prósent óánægð en 33 prósent hvorki né. Fólk á aldrinum 25-34 ára var örlítið ánægðara en þar voru 61 prósent ánægð, 25 prósent óánægð og 14 prósent sögðust hvorki ánægð né óánægð. Það er fyrst hjá fólki 55 ára og eldri þar sem hin óánægðu eru fleiri. Af þeim voru 37 prósent ánægð með bannið en 50 prósent óánægð.

Það kemur vart á óvart að munurinn er mikill eftir stjórnmálaskoðunum. Mest ánægja er með ákvörðun Svandísar meðal þeirra sem myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum, 86 prósent. Næst mest ánægja er meðal stuðningsfólks Samfylkingarinnar, 69 prósent. Af stuðningsfólki flokks ráðherrans, Vinstri hreyfingarinnar- græns framboðs, sögðust 57 prósent ánægð, 8 prósent óánægð en 35 prósent hvorki né.

Mest er óánægjan meðal stuðningsmanna Miðflokksins, 82 prósent, en 13 prósent þeirra lýstu þó ánægju. Sama hlutfall sjálfstæðismanna var ánægt en 64 prósent þeirra voru óánægðir og 23 prósent sögðust hvorki ánægðir né óánægðir. Framsóknarmenn voru aðeins jákvæðari í garð bannsins, 28 prósent, en 61 prósent þeirra voru óánægðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast