fbpx
Laugardagur 15.júní 2024
Eyjan

Vilhjálmur vill stjórnarslit ef hvalveiðar verða ekki leyfðar á ný

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 22. júní 2023 22:27

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmennur fundur fór fram á Akranesi fyrr í kvöld vegna banns við veiðum á hvölum sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti degi áður en vertíðin átti að hefjast.

Hefur ákvörðunin vakið óánægju hjá samstarfsflokkum flokks Svandísar, Vinstri grænna, í ríkisstjórn. Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. sem fær ekki að stunda fyrirhugaðar hvalveiðar kallaði ráðherrann kommúnista og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness lýsti einnig yfir megnri óánægju með bannið, þar sem það skildi eftir félagsmenn félagsins, sem höfðu verið ráðnir til starfa hjá Hval, eftir án þeirra tekna sem vænta mátti af störfunum.

Vilhjálmur efndi til fundarins sem var vel sóttur og viðstaddir voru, auk Svandísar, flestir þingmenn Norðvestur-kjördæmis. Í fréttum Vísis kom m.a. fram að hart hafi verið sótt að Svandísi og baulað á hana en þó hafi verið eitthvað um það að klappað hafi verið fyrir henni. Sagði ráðherrann í megindráttum að sér hefði ekki verið annað fært en að fara eftir lögum um velferð dýra og það væri skýr niðurstaða að veiðarnar eins og þær væru framkvæmdar brytu í bága við þau.

Þeir þingmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem voru á fundinum, lýstu sig andsnúna ákvörðun Svandísar en sögðust ekki telja að hún væri undanfari stjórnarslita.

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins benti á að flokkur hans, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn væru með eins sætis meirihluta á Alþingi og hvatti hann flokkana tvo til að skipta Vinsti grænum út úr ríkisstjórninni fyrir sinn flokk.

Vilhjálmur Birgisson sleit fundinum um klukkan hálf tíu og viðhafði þau lokaorð að fjöldinn sem mætti á fundinn sýndi alvarleika málsins. Hann krefst þess að matvælaráðherra dragi ákvörðunina til baka. Ráðherrann hafi sett allt í uppnám hjá starfsmönnum Hvals. Honum finnst ótrúlegt að einn einstaklingur skuli geta tekið slíka ákvörðun

Að lokum skoraði hann á þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins að slíta stjórnarsamstarfinu við Vinstri hreyfinguna grænt framboð ef þessi ákvörðun matvælaráðherra um bann við hvalveiðum verður ekki dregin til baka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvað segja lögin umdeildu sem Bjarkey segir binda hendur sínar?

Hvað segja lögin umdeildu sem Bjarkey segir binda hendur sínar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Er landbúnaður atvinnugrein eða lífsstíll?

Orðið á götunni: Er landbúnaður atvinnugrein eða lífsstíll?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Ingi vill róttækari VG

Guðmundur Ingi vill róttækari VG
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Leigumarkaður: Leigufélagið Bríet sagt spillingarbæli Framsóknar sem fari verr með leigjendur en Heimavellir

Leigumarkaður: Leigufélagið Bríet sagt spillingarbæli Framsóknar sem fari verr með leigjendur en Heimavellir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svíar ræða hvort taka eigi upp evru

Svíar ræða hvort taka eigi upp evru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Friðjón segir fullyrðingar Steinunnar minna á Qanon – „Mér fannst það á mörkunum þegar Stefán Einar Stefánsson spurði Baldur Þórhallsson um myndina á klúbbnum“

Friðjón segir fullyrðingar Steinunnar minna á Qanon – „Mér fannst það á mörkunum þegar Stefán Einar Stefánsson spurði Baldur Þórhallsson um myndina á klúbbnum“