fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Fyrrverandi þingmaður skorar á þingmenn að rísa upp gegn forseta Alþingis

Eyjan
Þriðjudaginn 30. maí 2023 10:43

Þorsteinn Sæmundsson hvetur þingmenn til að gefa ekki eftir gagnvart Birgi Ármannssyni þingforseta. Hann niðurlægi Alþingi með því að gera því ókleift að sinna eftirlitshlutverki sínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi þingmaður hvetur þingmenn til að halda Alþingi við störf fram á sumarið og sýna forseta Alþingis hug sinn gagnvart þerri niðurlægingu sem hann sýnir þinginu og þingmönnum með því að gera þeim ókleift að sinna stjórnarskrárvörðu eftirlitshlutverki sínu.

Í grein sem birtist á Vísi í gær, rifjar Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknar og Miðflokksins, upp að forseti Alþingis hefur nú haldið greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, í gíslingu í tæp fimm ár.

Á þessum tíma hafi komið fram tvö lögfræðiálit sem segja að birta eigi greinargerðina og annað þeirra segi reyndar að skylt sé að birta hana. Forsætisnefnd þingsins hafi formlega samþykkt að birta hana en allt komi fyrir ekki, forseti Alþingis sitji á greinargerðinni og neiti að birta. Og það þrátt fyrir að það hafi verið hann sjálfur sem lagði til upphaflega að birta hana.

Þorsteinn bendir á að tveir aðilar hafi andmælt birtingu greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar. Annar sé starfsmaður fjármálaráðuneytisins og eini stjórnarmaður Lindarhvols sem hafi sýnt sig að vera algerlega minnislaus um starfsemi félagsins og því varla fær um að meta hver áhrif birting greinargerðarinnar getur haft. Vísar Þorsteinn hér væntanlega til þess að í vitnisburði sínum fyrir héraðsdómi í Lindarhvolsmálinu í janúar á þessu ári hafi viðkomandi starfsmaður borið fyrir sig yfirgripsmikið minnisleysi um störf félagsins.

Hinn aðilinn sem ekki vill láta birta er sitjandi ríkisendurskoðandi sem Þorsteinn bendir á að hafi haft uppi „stórar lögskýringar“ um hvers vegna ekki beri að afhenda greinargerðina. Flestar eru þær að sögn Þorsteins vafasamar enda ríkisendurskoðandi ekki löglærður og reyndar ekki heldur endurskoðandi að mennt.

Þá rifjar Þorsteinn upp afskipti Umboðsmanns Alþingis sem gert hefur ítrekaðar athugasemdir við þá afstöðu fjármálaráðuneytisins að birta ekki greinargerðina. Ráðuneytið hafi hrakist undan og beitt þrennum eða fernum mismunandi rökum sem Umboðsmaður hafi efasemdir um. Ráðuneytið hafi verið margsaga í málinu og hjákátlegt hafi verið að fylgjast með því hrekjast úr einni missögn í aðra.

Þorsteinn hvetur þingmenn til að sýna hug sinn gagnvart hans háttsemi í verki og hleypa ekki þinginu heim fyrr en búið er að birta greinargerðina.

Grein Þorsteins Sæmundssonar í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist