fbpx
Laugardagur 01.október 2022
Eyjan

Dagur og Einar segja flugvöll í Hvassahrauni ekki úr myndinni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 08:00

Flugvöllur í Hvassahrauni myndi leysa Reykjavíkurflugvöll af hólmi. Mynd -Fréttablaðið/Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesskaga hefur þeim röddum fjölgað sem telja allt annað en skynsamlegt að búa til flugvöll í Hvassahrauni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hafa sagt að minni líkur hljóti að vera á að flugvöllur verði gerður þar í kjölfar eldgosanna. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, vilja þó ekki afskrifa Hvassahraun að sinni.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. „Ég held að það eigi að fara mjög varlega í að dæma Reykjanesið í heild sinni úr leik. Það er skynsamlegt að klára þær athuganir sem standa yfir í Hvassahrauni. Veðurstofan, sem er að rannsaka Hvassahraunið, er með náttúruvá og eldvirkni til skoðunar,“ sagði Dagur þegar hann var spurður hvort gerð flugvallar í Hvassahrauni væri orðin ólíklegri vegna eldgosanna.

Hann var þarna að vísa til rannsóknar Veðurstofunnar sem er að gera áhættumat um þessar mundir en niðurstaða þess mun liggja fyrir í haust.

Einar tók undir orð Dags og sagði eðlilegast að bíða eftir niðurstöðum Veðurstofunnar. „Ég held að allir ættu bara að anda í kviðinn. Það er best að byggja þetta allt saman á gögnum frekar en tilfinningu,“ sagði hann.

Dagur sagði ótímabært að skoða aðra kosti að sinni en Einar sagði að það geti verið skynsamlegt að skoða aðra kosti sem fyrst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Hlustum á Píratana

Björn Jón skrifar: Hlustum á Píratana
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkur vilja bjarga Skólamunastofu Austurbæjarskóla

Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkur vilja bjarga Skólamunastofu Austurbæjarskóla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón og Brynjólfur segja konurnar ljúga og að varaformaðurinn láti hafa sig að fífli

Jón og Brynjólfur segja konurnar ljúga og að varaformaðurinn láti hafa sig að fífli