fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Borgin vóg að réttaröryggi með yfirstrikunum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. október 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með því að hylja nöfn borgarstarfsmanna og húseiganda við Einimel í gögnum varðandi umdeildar lóðastækkanir braut Reykjavíkurborg lög. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar upplýsingamála sem leggur fyrir borgina að afhenda gögn án þess að hylja nöfn.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Blaðið fékk afhent gögn frá borginni varðandi hinar umdeildu lóðastækkanir en búið var að strika yfir öll nöfn í þeim. Gunnar Hersveinn, verkefnisstjóri upplýsingamiðlunar, sagði að vinnubrögðin hafi verið með þessum hætti frá 2018.

Fréttablaðið vísaði málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem segir að borginni sé skylt að afhenda gögnin án útstrikana.

Í umsögn borgarinnar varðandi málið segir að ekki hafi verið færð rök fyrir þörfinni á miðlun nafna lóðarhafa og nöfnum borgarstarfsmanna. Það hafi færst í vöxt að opinberir starfsmenn séu nafngreindir í fjölmiðlum og þannig bendlaðir við mál á neikvæðan hátt.

Úrskurðarnefndin segir að út frá réttaröryggissjónarmiðum hafi það grundvallarþýðingu að upplýst sé um nöfn þeirra sem koma að meðferð mála í stjórnsýslunni. „Að öðrum kosti er hvorki almenningi né fjölmiðlum mögulegt að ganga úr skugga um að viðkomandi einstaklingar hefðu verið bærir til að taka slíka ákvörðun eða hvort aðstæður væru með þeim hætti að tilefni hafi verið til að efast um hæfi sömu einstaklinga til að koma að málinu,“ segir í úrskurði nefndarinnar.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta