fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Bandaríkin undirbúa óhefðbundinn stríðsrekstur gegn Rússum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. janúar 2022 18:00

Úkraínskur hermaður í Donetsk að vetri til. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, hefur undanfarið unnið að undirbúningi óhefðbundinnar áætlunar til að aðstoða Úkraínu í átökum við Rússland en óttast er að Rússar muni ráðast inn í Úkraínu á næstunni. En ef þeir láta verða af því standa þeir frammi fyrir blóðugum átökum sem munu væntanlega verða þeim dýrkeypt.

Samkvæmt frétt New York Times þá hyggst Pentagon láta hart mæta hörðu ef Rússar ráðast á Úkraínu. Ekki verður um hefðbundinn stríðsrekstur að ræða þar sem bandarískar hersveitir verða sendar á átakasvæði. Þess í stað munu Bandaríkin og bandamenn veita Úkraínu gríðarlega mikinn stuðning til að uppreisnarhópar Úkraínumanna geti barist á móti Rússum.

Blaðið segir að þessi hugmynd hafi lengi verið á lofti og hafi Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden, sett saman sérstakan vinnuhóp sem sé að undirbúa viðbrögð við ágengni og hugsanlegum árásum Rússa á Úkraínu. Í hópnum eru til dæmis fulltrúar frá varnarmálaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og hinna ýmsu leyniþjónustustofnana.

Með þessu auk boðaðra refsinga á efnahagssviðinu gagnvart Rússum ef þeir ráðast á Úkraínu er ætlunin að gera Rússum ljóst að þeir muni mæta svo mikilli mótstöðu í Úkraínu að þeim sé vænlegast að sleppa því að ráðast á landið. Þessi taktík, sem nefnist „porcupine strategy“ (broddgalta taktíkin), hefur verið þekkt innan hersins árum saman og hefur verið notuð áður með góðum árangri.

Í þessari áætlun felst að uppreisnarhópar í Úkraínu, sem munu berjast gegn Rússum, muni fá margvíslegan vopnabúnað frá Bandaríkjunum, þar á meðal Stingerflaugar. Einnig verður komið upp öruggum svæðum þar sem úkraínskir hermenn og uppreisnarmenn geta leitað skjóls ef Rússar ráðast á þá. Slík svæði gætu til dæmis verið í vesturhluta Úkraínu eða í Rúmeníu ef Rússar réðust af fullum þunga á alla Úkraínu. Frá þessum svæðum verður hægt að stýra árásum á Rússa sem munu reynast þeim dýrkeyptar.

Bandaríkin beittu svipaðri aðferð þegar þeir studdu baráttu Afgana gegn sovéska innrásarliðinu á síðustu öld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB