fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Nýliði ársins krýndur í Garðabænum og uppgjör fylkinga í Reykjavík – Dagur fagnar úrslitum í Dísaslag en blendnar tilfinningar í Valhöll

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. mars 2022 10:45

Nokkrir af sigurvegurum helgarinnar. mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó nokkur prófkjör fóru fram þessa helgi með mismiklum látum. Prófkjör Viðreisnar í borginni og sjálfstæðismanna í Garðabæ stóðu þó helst upp úr.

Hjá Viðreisn börðust Dísirnar tvær. Nöfnurnar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Þórdís Jóna Sigurðardóttir öttu kappi um að leiða lista flokksins í borginni í fyrsta prófkjöri Viðreisnar. Tekist var á af nokkurri hörku, meðal annars um með hverjum hvor Dísin myndi vilja ganga til viðræðna um myndun meirihluta eftir kosningar. Líkt og DV greindi frá mátti greina vísi af fylkingum í aðdraganda prófkjörsins, og hermdu heimildir DV að Þórdísi Jónu hafi verið teflt fram gegn Þórdísi Lóu þar sem Þórdís hafi þótt orðin „samdauna“ vinstri flokkunum í borginni.

Þannig fóru skilaboð af stað um að Þórdís Jóna myndi vilja að Viðreisn leitaði á ný mið er kæmi að stjórnarmyndunarviðræðum að kosningum loknum núna í vor. Þórdís Lóa hafði á annað borð gefið það sterklega í skyn að henni þætti samstarfið við Dag borgarstjóra hafa gengið vel og að ekki væri þörf á breytingum þar.

Þannig hlýtur Dagur B. að fagna niðurstöðum prófkjörsins.

Sjálfstæðismenn upplifa aftur á móti blendnar tilfinningar yfir prófkjöri Viðreisnar. Á sama tíma og þeir misstu líklegan samstarfsmann í hugsanlegu meirihlutasamstarfi að kosningum loknum er Þórdís Lóa líklegri til þess að stela atkvæðum af þeim kjósendum sem geta hugsað sér áframhaldi á borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar. Það eru ekki sjálfstæðismenn.

Um helgina tilkynnti þá jafnframt Einar Þorsteinsson, fyrrum fréttamaður og stjórnandi Kastljóssins, að hann gæfi kost á sér sem oddviti Framsóknarmanna í borginni. Einar er alinn upp í Sjálfstæðisflokknum. Hann var formaður Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi og er með sterk tengsl í flokknum enn í dag.

Eins og DV greindi frá í byrjun febrúar er þó máttur koddahjalsins sterkari en flokksböndin og hefur hann bersýnilega ákveðið að elta ástina sína, hana Millu Ósk Magnúsdóttur, aðstoðarmann Willums Þórs heilbrigðisráðherra, yfir í Framsóknarflokkinn.

Í Hafnarfirði sigraði svo Rósa Guðbjartsdóttir með miklum yfirburðum. Orri Björnsson vermir þá annað sætið og Kristinn Andersen það þriðja. Eftir það koma þær Kristín Thoroddsen og Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Stefán Pálsson fangaði annað sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík en forvali flokksins lauk einnig núna um helgina. Líf Magneudóttir leiðir listann og Elín Björk Jónasdóttir sem landsmenn þekkja líklega best úr veðurfréttatímanum vermir það þriðja.

Úr Garðabænum komu þá öllu tíðindameiri fréttir. Þrír bitust um oddvitasætið þar í prófkjöri sem fór einnig fram í gær. Almar Guðmundsson, bróðir Sigmars Guðmundssonar, þingmanns Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er nýr oddviti Garðbæinga. Áslaug Hulda Jónsdóttir var efst eftir fyrstu tölur, en Almar tók af henni sætið í blálokinn. Á þeim munaði aðeins 41 atkvæði.

Vakti það athygli í gær hve litlu munaði á frambjóðendum. Þannig munaði til að mynda aðeins einu atkvæði á Margréti Bjarnadóttur og Hrannari Braga Eyjólfssyni eftir fyrstu tölur. Margrét var þá í 6. sæti en færðist síðar upp í fimmta sæti og ýtti Hrannari niður í það sjötta. Á þeim munaði þegar lokatölur höfðu verið tilkynntar aðeins 10 atkvæðum.

Margrét óskaði eftir fimmta sæti og fékk það. Eru hún og Almar þau einu sem fengu það sæti sem þau sóttust eftir og hlýtur það að teljast býsna öflugur árangur hjá nýliða í pólitík.

Um 2.500 manns kusu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Garðabæ. Er því viðbúið að prófkjör sjálfstæðismanna þar verði það næst stærsta á landinu. Hafi einhver óttast að sjálfstæðismenn væru að missa tökin á þessu gamla vígi sínu, ættu þeir nú að anda léttar.

Eftir viku fer svo fram prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi og viku síðar prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar fer fram áhugaverður slagur og eru átakalínur teknar að skýrast. Svo virðist sem þar stefnir í uppgjör milli frjálslynda arms sjálfstæðismanna og þess íhaldssama.

Meira um það síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit