fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Mýtan um hinn ósæranlega og óskeikula Pútín hefur beðið hnekki – Vaxandi reiði í Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. mars 2022 07:28

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innrás rússneska hersins í Úkraínu hefur ekki gengið eins vel og Rússar höfðu vænst. Þeir hafa átt í erfiðleikum með birgðaflutninga og mótspyrna Úkraínumanna hefur komið þeim á óvart. Þá hafa harkaleg viðbrögð Vesturlanda og stórs hluta heimsbyggðarinnar komið þeim á óvart. Kreml er því í varnarstöðu þessa dagana og mýtan um hinn ósæranlega Vladímír Pútín er löskuð. Vaxandi reiði er meðal almennings í Rússlandi vegna stríðsrekstursins og Rússar standa einir og útskúfaðir á alþjóðasviðinu.

Ekki er langt síðan þjóðarleiðtogar hringdu hver á eftir öðrum í Pútín og sumir heimsóttu hann til Moskvu. Tilgangurinn var að reyna að telja hann ofan af fyrirhugaðri árás á Úkraínu. Pútín var með góð spil á hendi til að þrýsta á Úkraínu og Vesturlönd voru hikandi í aðgerðum sínum. Rússneskur efnahagur var í ágætri stöðu og gjaldeyrisvaraforði landsins í sögulegu hámarki. Pútín var því við stjórnvölinn. En síðan tók hann ákvörðun um að ráðast skyldi á Úkraínu og er óhætt að segja að spilin hafi algjörlega snúist í höndum hans við það. Nú standa Rússar einir og útskúfaðir á alþjóðavettvangi. Fáir hafa áhuga á að ræða við Pútín og harðar refsiaðgerðir Vesturlanda eru strax farnar að bíta.

Eins og fjallað var um á Eyjunni um helgina þá eru Rússar nú einir og vinalausir á alþjóðavettvangi og diplómatísk sambönd, sem tók áratugi að byggja upp, og styrk staða þeirra í mörgum ríkjum er horfin. Rússneskt efnahagslíf, þar með almenningur, er farinn að finna fyrir refsiaðgerðum Vesturlanda og vaxandi óánægju er farið að gæta í landinu.

Rússar standa einir og vinalausir -Einangrun og niðurlæging á alþjóðasviðinu

Árum saman hefur sú pólitíska mýta verið byggð upp í Rússlandi, með stanslausum áróðri ríkisvaldsins, fegruðum skoðanakönnunum og kúgun þeirra sem eru á öndverðum meiði, að Pútín sé snillingur í áætlanagerð og nánast ósæranlegur. En þessi mýta hefur nú beðið hnekki.

Það gekk vel á efnahagssviðinu í byrjun aldarinnar, tekjur Rússa jukust enda var olíuverð hátt og frjálslyndir tæknikratar voru áberandi í lykilstöðum stjórnar hans. En stuðningurinn við Pútín fór þverrandi á síðasta áratug og má kannski rekja upphafið að þeirri þróun til þess að stjórnarskránni var breytt 2012 til að Pútín gæti boðið sig fram til forseta á nýjan leik. Innlimun Krímskaga í Rússland 2014 bætti stöðuna og Pútín gat stært sig af þeim landvinningi. En allt frá þeim tíma hefur stjórn hans sett allt á annan endan á flestum sviðum.

Ríkisvaldið hefur breitt enn meira úr sér á efnahagssviðinu en áður, spillingin hefur náð nýjum hæðum, pólitískir andstæðingar hafa verið ofsóttir, fangelsaðir og myrtir. Hugmyndafræði stjórnarherranna hefur verið styrkt með innblæstri sem er sóttur í íhaldssama rússneska kirkjuna.

Völdin í landinu hafa færst á sífellt færri hendur, hendur fyrrum og núverandi liðsmanna leyniþjónustustofnana og gamalla vina Pútín frá St. Pétursborg. Þessir menn eru á svipuðum aldri og Pútín, 65 til 70 ára, og eru samstíga honum um hugmyndafræði um endurreisn Rússlands og að dómgreind Pútíns sé traust og að hann geri aldrei mistök.

Vaxandi reiði

Ef Rússum tekst að leggja Úkraínu, alla eða að hluta, undir sig og koma á leppstjórn er algjörlega óvíst að þeim takist að halda yfirráðum í landinu. Það er gríðarlega stórt og nær allir landsmenn eru andsnúnir Rússum. Það þarf því mikinn herafla til að halda landsmönnum niðri. Einnig er óvíst hvort nægur stuðningur sé við slíkar aðgerðir í Rússlandi og einnig má efast um að mórallinn í rússneska hernum leyfi slíkt.

Í Rússlandi fer óánægja og reiði almennings með valdhafana vaxandi. Hraðbankar eru tómir, flugferðum hefur verið aflýst og verðbólgan og verð hækka dag frá degi.

Rússneska millistéttin er orðin vön því að geta keypt vestrænar vörur og ferðast til útlanda. Nú vaknar hún upp við vondan draum. Ástandið er enn verra fyrir þær 20 milljónir Rússa sem lifa undir fátæktarmörkum..

Óánægjan kraumar allsstaðar og má til dæmis nefna að á aðeins fimm dögum setti ein milljón Rússa nafn sitt undir áskorun um að stríðsrekstrinum í Úkraínu yrði hætt.

En ráðamenn í Kreml hafa enn tögl og haldir í Rússlandi og hafa ekki í hyggju að láta öðrum völdin eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?