fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
EyjanFastir pennar

Heimir skrifar: Olnbogabarn íslenskra stjórnmála

Heimir Hannesson
Laugardaginn 19. febrúar 2022 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumum finnst sveitarstjórnarkosningar leiðinlegar. Er því gjarnan, af þeim sömu, haldið fram að þær skipti minna máli en kosningar til þings, enda minni glamúr yfir rekstri leikskóla en skipan sendiherra, ráðherrafunda, og átaka í beinni útsendingu í ræðustól Alþingis.

Þá er því gjarnan fleygt fram að hin hefðbundna hægri vinstri skipting stjórnmálanna eigi síður við þar. Enn aðrir leggja það til að á sveitarstjórnarstigið þvælast helst þeir sem vilja stökkpall inn í alvöru pólitík og því síður mikilvægt að fá í sveitar-, bæjar- og borgarstjórn fólk af viti.

Þetta að allt argasta þvæla, og ég skal segja þér hvers vegna.

Fyrir það fyrsta er sveitarstjórnarstigið næst okkur. Þar eru ákvarðanir teknar sem hafa mest áhrif á okkur öll sem fyrst. Snertingin er meiri.

Stýrivaxtahækkanir, lög um búvörur og landbúnaðarstyrki, breytingar á hegningarlögum, fjarskiptalögum eða ákvarðanir um lántöku eða niðurgreiðslur lána hins opinbera eru mikilvægar ákvarðanir. En það eru abstrakt ákvarðanir. Macro ákvarðanir. Ákvarðanir sem hafa áhrif á andlits- og einkennalausan massa og oft eftir mörg ár eða áratugi.

Lög um kvótakerfi voru samþykkt 1983 og fjórtán árum seinna seldu þeir Gugguna frá Ísafirði. 

Ákvarðanir teknar í ráðhúsum landsins í dag snerta hins vegar þegnana með beinum hætti á morgun. Fjölgun leikskólaplássa, rekstur bókasafna, opnunartímar sundlauga. Kannski er yfir þeim málum minni glamúr, en þiggjandi þjónustunnar, massinn, er ekki lengur andlitslaus. Það þykir mér heillandi.

Í öðru lagi eru ákvarðanir sem teknar eru á sveitarstjórnarstiginu alls ekki yfir (eða undir) hefðbundna flokkspólitík hafin. Þar fer fram heilmikil umræða um hina hefðbundnu hægri vinstri stjórnspeki. Er rekstur sjúkrastofnana, leikskóla eða tónlistarskóla best borgið í höndum einkaaðila, eða ekki? Hjallastefnan góð eða slæm? Sundabraut í einkaframkvæmd? Mörgum þykir hægri vinstri pólitíkin úrelt. Þau vita ekki um hvað þau eru að tala.

Þó er það auðvitað þannig að það er ekkert hægri/vinstri við að vilja flugvöllinn burt í borginni, nýjan sparkvöll á Egilsstöðum eða lengja hafnarbakkann á Ísafirði. En í gegnum flokkakerfið fá kjósendur þó tækifæri til þess að kjósa um þau mál með beinum eða óbeinum hætti. Þyki einhverjum það púkó er þeim sömu frjálst að sitja heima á kjördag. Þeirra verður ekki saknað.

Svo er það þannig að mýtan um stökkpallinn í landsmálin er dauð. Í prófkjörum stóru flokkana fyrir síðustu Alþingiskosningar voru afar fáir sem poppuðu þar upp af sveitarstjórnarstiginu. Nýstirni Samfylkingarinnar komu úr banka annars vegar og úr fjölmiðlum hins vegar. Nýir Sjálfstæðismenn voru svo til allir lögmenn að uppruna, eins og reyndar oft áður. 

Dagur er búinn að vera í borgarstjórn síðan áður en ég mátti keyra bíl. Nú tíni ég gráu hárin úr írska skegginu um helgar.

Engar vísbendingar eru þannig lengur um að sveitarstjórnir sé útungunarstöð framtíðar „alvöru“ pólitíkusa. 

Á sveitarstjórnarstiginu á sér stað, í stuttu máli, þrælskemmtileg, áhugaverð og vanmetin pólitík sem ég vona að sem allra flestir gefi góðan gaum í vor. Þar eru raunveruleg tækifæri til þess að hafa raunveruleg áhrif á sitt allra næsta umhverfi, strax.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
EyjanFastir pennar
10.04.2024

Svarthöfði skrifar: Svandís er nýr leiðtogi VG – hvað var Guðmundur Ingi að vilja upp á dekk?

Svarthöfði skrifar: Svandís er nýr leiðtogi VG – hvað var Guðmundur Ingi að vilja upp á dekk?
EyjanFastir pennar
09.04.2024

Björn Jón skrifar: Þjóðinni betur treystandi en stjórnmálamönnum

Björn Jón skrifar: Þjóðinni betur treystandi en stjórnmálamönnum
EyjanFastir pennar
30.03.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag fjármagnseigenda

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag fjármagnseigenda
EyjanFastir pennar
30.03.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Kakalaskáli

Óttar Guðmundsson skrifar: Kakalaskáli