fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Eyjan

Umdeild ákvörðun sænsku ríkisstjórnarinnar – Nær til næstu 100.000 ára

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. febrúar 2022 14:00

Forsmark kjarnorkuverið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn tók sænska ríkisstjórnin ákvörðun um að koma upp geymslustað fyrir notað kjarnorkueldsneyti. Málið hefur verið í undirbúningi í 10 ár en nú var komið að því að taka ákvörðun.

„Við gerum þetta til að taka ábyrgð, bæði fyrir umhverfið og fyrir fólk,“ sagði Annika Strandhäll, umhverfisráðherra að sögn Jótlandspóstsins.

Geymslustaðurinn verður í klöppum nærri Forsmark kjarnorkuverinu sem er eitt þriggja kjarnorkuvera í Svíþjóð. Það er um 130 km norðan við Stokkhólm. Á næstu 50 árum verðum 6.000 járn- og steypuhylkjum komið fyrir í gangakerfi 500 metra undir yfirborði jarðar. Í hverju hylki verða tvö tonn af kjarnorkuúrgangi. Þegar göngin verða orðin full verður fyllt upp í þau með leir og þeim lokað og þau innsigluð.

„Þetta er afrakstur rúmlega 40 ára rannsókna og þróunar á aðferð sem á að vera örugg í allt að 100.000 ár,“ sagði Strandhäll.

Per Bolund, Græningi og fyrrum umhverfisráðherra, var ekki sáttur við þessa ákvörðun: „Það mikilvæga er ekki hversu lengi maður hefur rannsakað. Ábyrgð okkar er ekki bara að taka skjóta ákvörðun, heldur taka örugga ákvörðun,“ sagði hann í samtali við Sænska ríkissjónvarpið og vísaði þar til mats sérfræðinga sem telja að hylkin geti byrjað að leysast upp innan 100 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt