fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Eyjan

Guðlaugur Þór vill liðka fyrir bættum samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 09:00

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí fundar Norðurskautsráðið hér á landi og er Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, bjartsýnn á að utanríkisráðherrar allra aðildarríkjanna sæki fundinn. Á honum láta Íslendingar af forystu í ráðinu og Rússar taka við henni. Búið er að staðfesta að Sergei Lavro, utanríkisráðherra Rússlands, komi á fundinn.

Guðlaugur Þór segir að það sé mjög ánægjulegt að búið sé að staðfesta komu hans. „„Ég var fyrsti utanríkisráðherrann í mjög langan tíma sem var boðaður til Moskvu af Lavrov. Ég er búinn að funda með honum nokkuð oft og viðskipti milli landanna hafa verið að aukast. Við höfum átt mjög gott samstarf við þá hvað varðar norðurslóðir,“ hefur Fréttablaðið eftir Guðlaugi í umfjöllun um málið í dag.

Blaðið hefur eftir Guðlaugi að hann sé bjartsýnn á að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, komi einnig til fundarins en engin opinber staðfesting hefur borist á því. „Við höfum lagt mikla áherslu á að allir muni mæta og erum vongóð um að það verði,“ sagði Guðlaugur.

Haft er eftir honum Íslendingar hafi fengið hrós fyrir hvernig haldið hafi verið á spöðunum í ráðinu á formennskutímanum við þær erfiðu aðstæður sem hafa verið uppi. Hann sagði að áhersla hafi verið lögð á að aðildarríkin einbeiti sér að málefnum norðurslóða í ráðinu og haldi öðrum spennumálum utan við ráðið. „Ef hins vegar það verður fullmannað á fundinum, sem við vonumst til, þá skyldu menn ekki vanmeta mikilvægi þess bara í stóra samhenginu,“ sagði Guðlaugur.

Aðspurður sagði hann að Ísland sé reiðubúið til að leggja sitt af mörkum til að bæta samskipti stórveldanna ef utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands mæta til fundarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vala segir fjölmiðla svipta íslenskuna fegurð sinni og þokka – „Hún hefur nefni­lega ekkert með frjáls­lyndi eða kven­réttindi að gera“

Vala segir fjölmiðla svipta íslenskuna fegurð sinni og þokka – „Hún hefur nefni­lega ekkert með frjáls­lyndi eða kven­réttindi að gera“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Mannréttindadómstóllinn tekur mál Jóns Ásgeirs fyrir

Mannréttindadómstóllinn tekur mál Jóns Ásgeirs fyrir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vinnur skýrslu um leghálsskimanir – „Hafa breytingarnar vakið sterk viðbrögð í samfélaginu, ekki síst af hálfu kvenna“

Vinnur skýrslu um leghálsskimanir – „Hafa breytingarnar vakið sterk viðbrögð í samfélaginu, ekki síst af hálfu kvenna“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum
Dómari tekur til máls
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar segir að hér ríki gervifrjálslyndi og þrengt sé að frelsi fólks

Arnar segir að hér ríki gervifrjálslyndi og þrengt sé að frelsi fólks
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dóttir Guðbrands hefur fengið hótanir og ljót skilaboð vegna baráttu sinnar gegn kynferðisofbeldi

Dóttir Guðbrands hefur fengið hótanir og ljót skilaboð vegna baráttu sinnar gegn kynferðisofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar segir RÚV og Blaðamannafélagið berjast gegn tjáningarfrelsi

Brynjar segir RÚV og Blaðamannafélagið berjast gegn tjáningarfrelsi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur hjólar í Drífu – „Það er sorglegt að lesa frá forseta ASÍ svona rakalausa þvælu“

Vilhjálmur hjólar í Drífu – „Það er sorglegt að lesa frá forseta ASÍ svona rakalausa þvælu“