fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Eyjan

Ásgeir hvumsa yfir nýjust ásökuninni – „Aldrei í mínum villtustu ímyndunum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 17. desember 2021 16:41

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að það hafi aldrei nokkurn tímann hvarflað að honum að hann yrði sakaður um að hafa stundað ritstuld við gerð hrunskýrslunnar sem kom út árið 2014. En það hafur nú átt sér stað.

Sagnfræðingurinn Árni H. Kristjánsson hefur nú fullyrt að Ásgeir og aðrir sem komu að skýrslugerðinni hafi stolið texta úr riti hans um 77 ára sögu SPRON sem kom út árið 2013. Segir hann að sagnfræðilegur hluti hrunskýrslunnar byggi á hans rannsóknum en hvergi sé getið heimilda.

Árni furðaði sig á því að Ásgeir hafi fullyrt að hann hafi aldrei verið sakaður um ritstuld áður því það hafi Árni vissulega gert og telur hann að það mál hafi verið þaggað niður á sínum tíma.

Ásgeir hefur nú svarað fyrir ásökun Árna á Facebook vegg sínum. Þar segir hann að verkefnin sem honum voru fengin við hrunskýrsluna hafi verið yfirlestur og skrif í ákveðnum köflum.  Þar hafi hann skrifað um stöðu sparisjóða á fjármálamarkaði í bæði innlendu og erlendu samhengi.

Hann kom inn í verkefnið árið 2013 en það hafði þá þegar staðið yfir í tvö ár.

„Mig minnir að ég hafi sjálfur aðeins staðið við hjá nefndinni í 1-2 mánuði. Eftir það hafði ég engin frekari afskipti af ofangreindri skýrslu sem var á ábyrgð sérstakrar nefndar er Alþingi skipaði til verksins.“ 

Eins og margir vita var hrunskýrslan afrakstur rannsóknarnefndar um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna í efnahagshruninu 2008. Árni segir að hann hafi látið nefndinni í té afrit af handriti af bók sinni og að matsnefnd á vegum Alþingis hafi árið 2015 komist að þeirri niðurstöðu að nefndin hafi stolið texta úr bókinni.

Ásgeir segir að þegar hann hóf störf þá minni honum að hann hafi verið látinn skrifa undir samning um framsal á höfundarrétti skrifa sinna – öll vinnan væri í eigu Alþingis.

„Alla vega – var mér gert það vel ljóst að ég ætti engan höfundarrétt á því sem ég myndi skrifa. Ég átti því alls enga aðild að deilum á milli nefndarinnar og einstakra höfunda né heldur deilum um höfundarrétt sem hófust eftir útgáfu skýrslunnar.“ 

Ásgeir segir að honum hafi aldrei dottið til hugar að átta árum eftir vinnu hans við hrunskýrsluna myndu viðlíka ásakanir líta dagsins ljós.

„Aldrei í mínum villtustu ímyndunum hvarflaði að mér að þessi skrif í umboði og undir höfundarétti Alþingis okkar Íslendinga myndu leiða til þess að ég yrði sakaður um ritstuld á forsíðu dagblaðs – 8 árum síðar. Enda er þá þjófsnautur minní þessu máli öll íslenska þjóðin.“ 

Að lokum vitnar hann í hinn fræga rómverska stjórnmálamann og heimspeking Cícero.

„Já – eins og Rómverjar sögðu að fornu: O tempora o mores“ 

En umrædd tilvitnun hefur veri þýdd á íslensku sem „Hvílíkir tímar! Hvílíkir siðir“.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Uppnám varð í breska þinginu skömmu áður en fyrirspurnatími forsætisráðherra hófst

Uppnám varð í breska þinginu skömmu áður en fyrirspurnatími forsætisráðherra hófst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði