fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Joe Biden stefnir á endurkjör

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 05:30

Joe Biden - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur í hyggju að bjóða sig aftur fram til embættisins þegar kosið verður í nóvember 2024. Jan Psaki, talskona Hvíta hússins, greindi frá þessu í gær. Biden varð 79 ára síðasta laugardag og er elsti maðurinn sem hefur gegnt embætti forseta Bandaríkjanna.

Vangaveltur hafa verið uppi um hvort Biden muni bjóða sig fram á nýjan leik. Hann hafði sjálfur sagt áður að hann reiknaði með að sækjast eftir endurkjöri ásamt Kamala Harris varaforseta.

Skoðanakannanir hafa að undanförnu sýnt að stuðningur Bandaríkjamanna við Biden hefur farið minnkandi og það hafði vakið upp vangaveltur meðal margra Demókrata um hvort það myndi hafa áhrif á áhuga Biden á að sækjast eftir endurkjöri.

„Hann ætlar að gera það. Hann stefnir á það,“ sagði Psaki við blaðamenn í gær um borð í Air Force One flugvél forsetans í gær.

Demókratar urðu fyrir áfalli fyrr í mánuðinum þegar frambjóðandi flokksins tapaði í ríkisstjórakosningunum í Virginíu og rétt mörðu sigur í New Jersey. Úrslitin gætu verið forsmekkurinn af því sem koma skal í þingkosningunum á næsta ári.

Þá hafa verið uppi vangaveltur um möguleika Kamala Harris á að sigra í forsetakosningunum ef Biden ákveður að bjóða sig ekki fram. Hún hefur þótt heldur litlaus varaforseti og lítið hefur að henni kveðið það sem af er kjörtímabili. Í nýrri skoðanakönnun USA Today og Suffolk Univeristy sögðust aðeins 28% aðspurðra styðja hana.

En Biden vann stóran pólitískan sigur í síðustu viku þegar hann skrifaði undir lög um nýjan innviðapakka upp á 1.000 milljarða dollara. Þessi pakki er eitt stærsta pólitíska verkefni hans og sögulega stórt. Peningarnir verða nýttir í uppbyggingu innviða um öll Bandaríkin, bæði viðhald og nýja innviði á borð við brýr, vegi og nettengingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“