fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Dagur að kveldi kominn í borginni

Eyjan
Mánudaginn 4. október 2021 18:30

Dagur B Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar þingkosningum er lokið, eða næstum því lokið þökk sé Inga Tryggvasyni, þá er áhugafólk um pólitík farið að beina sjónum sínum að sveitastjórnarkosningum næsta árs. Þar gæti dregið til tíðinda á mörgum vígstöðvum en þó sérstaklega í höfuðborginni.

Sá orðrómur gengur nú fjöllum hærra að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, muni halda á ný mið og stíga til hliðar.  Það er að minnsta kosti ekkert launungarmál að Dagur hefur legið undir feldi undanfarið. Samkvæmt heimildum Orðsins hefur hann rætt það innan raða Samfylkingarinnar að hann muni tilkynna um ákvörðun sína eftir þingkosningar og telja eyrnahvíslarar að brotthvarf sé yfirvofandi.

Þó að vinir einkabílsins séu þessum fullyrðingum ekki sammála þá hefur Dagur átt afar farsælan feril í borgarstjórn sem að spannar næstum tvo áratugi. Eftir þriggja mánaða prufukeyrslu sem borgarstjóri frá október 2007 til janúar 2008 varð Dagur loks borgarstjóri árið 2014 og hefur setið á valdastóli síðan.

Óhætt er að fullyrða að Dagur hafi fylgt  eigin sannfæringu og pólitískra samherja sinna. Hann hefur keyrt umdeild stefnumál áfram, eins og um þéttingu byggðar, nýja sýn á samgöngur og breyttar áherslur í miðbænum, af festu og ekki veigrað sér við að taka óvinsælar ákvarðanir í þeim efnum.

Það hefur gert það að verkum að fjölmargir einstaklingar sjá rautt þegar minnst er á Dag. Óvenju margir þeirra eru með réttindi til að keyra leigubíl eða hlusta mikið á Útvarp Sögu.

Sagan mun væntanlega dæma hvernig til hefur tekist með stefnuna en ljóst er að Dagur hefur sýnt mikinn kjark.

Þá hefur hann staðið af sér ýmis mál sem að hefðu getað reynst banabiti léttvægari stjórnmálamanna. Nægir þar að nefna umræður um braggann fræga, Hlemm Mathöll, myglaðan Fossvogsskóla og þá óheppilegu staðreynd að dýrasta torg borgarinnar er anddyrið að heimili borgarstjóra.

Ef af verður þá er ljóst að ærið verkefni er framundan hjá Samfylkingunni að leita að eftirmanni sem getur fetað í fótspor Dags. B. Eggertssonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með