fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Ríkisstjórnin með meira fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. september 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar þá er ríkisstjórnin með meira fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir samanlagt. Fleiri vilja að núverandi ríkisstjórnarsamstarfi verið haldið áfram en styðja stjórnarflokkana þrjá.

Það var Prósent sem gerði könnunina fyrir Fréttablaðið. Samkvæmt niðurstöðunum er fylgi Sjálfstæðisflokksins 21,3%. Fylgi Framsóknarflokksins er 12,6%. Fylgi Vinstri grænna er 10%.

Þegar fólk var spurt hvaða stjórnarsamstarf það vilji helst sjá að kosningum loknum sögðust 48,3% vilja sjá núverandi stjórnarsamstarf áfram. 27% vilja vinstristjórn með Flokki fólksins, Pírötum, Samfylkingunni, Sósíalistum og Vinstri grænum. 25% vilja miðjustjórn með Framsóknarflokknum, Samfylkingunni, Viðreisn og Pírötum.

Nær allir kjósendur Sjálfstæðisflokksins, eða 99%, vilja halda núverandi stjórnarsamstarfi áfram. 76% kjósenda Framsóknarflokksins sögðust vilja halda samstarfinu áfram og hjá Vinstri grænum var hlutfallið 64%.

Könnunin var gerð 13. til 16. september. 1.493 tóku þátt og þar af svöruðu 1.329 eða 90%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Auðlindir í auðmannaþágu

Sigmundur Ernir skrifar: Auðlindir í auðmannaþágu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu