fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Pétur var ranglega sakaður um kynferðislega áreitni í #metoo og rekinn úr starfi – Fékk 15 milljónir í bætur

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. apríl 2020 09:03

Pétur Þór heldur ræðu í HA. Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Þór Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eyþings, sem eru samtök sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, hlaut 15 milljónir í bætur í janúar vegna dómsáttar um ólögmæta uppsögn en honum var sagt upp árið 2018. Sveitarfélögin fyrir norðan þurftu að greiða kostnaðinn við uppsögnina, sem hleypur á tugum milljóna í heildina.

Pétur segir við Morgunblaðið í dag sakargiftirnar hafi verið upplognar og að honum hafi verið bolað úr starfi:

„Þetta var áfallaár í lífi mínu. Um sumarið greindist ég með slæmt krabbamein og þurfti að fara í stóra aðgerð. Ég var í krabbameinsmeðferð og veikindaleyfi þegar annað áfall dundi yfir, ennþá þyngra því það var af mannavöldum. Ég var kallaður á fund formanns og varaformanns Eyþings og ranglega sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart samstarfskonu, að því að mér virðist í þeim eina tilgangi að bola mér úr starfi á sem stystum tíma,“

segir Pétur.

Sakaður um kynferðislega áreitni

Hann var boðaður á fund í byrjun október 2018 þegar #metoo umræðan var í hámarki. Formaður og varaformaður nýrrar stjórnar Eyþings voru einnig á fundinum, þau Hilda Jana Gísladóttir og Kristján Þór Magnússon sem boðuðu Pétur á fundinn til að ræða stöðuna, en Pétur tók með sér trúnaðarmann:

„Það var bara eitt mál kynnt fyrir mér, að það hefðu komið fram alvarlegar ásakanir á hendur mér frá samstarfskonu og það væri „Me too“- mál. Mér var gefinn kostur á starfslokasamningi og málið yrði þá látið niður falla og ekki rætt frekar en að öðrum kosti fengi ég formlega áminningu og mér sagt upp störfum í kjölfarið. Þetta var vondur fundur og ásökunin kom mér í opna skjöldu,“

segir Pétur og nefnir að hann hafi að lokum fengið uppreist æru:

„Þetta hafði skelfileg áhrif á mig, konu mína og börn. Sem betur fer gekk ég strax í það að boða fjölskyldufund til að segja fólkinu mínu frá þessum ásökunum og fá mér lögmann til að ráðfæra mig við. Það kom í ljós þegar lögmaður minn fékk, eftir mikla eftirgangsmuni, bréfið sem samstarfskona mín hafði skrifað stjórninni að þar kom ekkert fram um kynferðislega áreitni. Raunar reyndu stjórnarmennirnir að þræta fyrir það síðar að hafa komið fram með þessa ásökun en frásögn mín var staðfest í vitnaleiðslum í dómsal eftir að ég höfðaði málið, bæði af trúnaðarmanninum sem var með mér á fundinum og af öðrum sem fengið hafði þessa skýringu á brottrekstri mínum.“

Óskuðu leyndar

Málið spurðist út þó svo vinnuveitandi Péturs, Eyþing, hefði óskað eftir því að farið yrði með málið sem trúnaðarmál þegar reikningurinn vegna dómsáttarinnar var sendur út, en það var aldrei ósk Péturs sjálfs að málið yrði þagað í hel.

Pétur gerir ýmsar athugasemdir við stjórnsýslu sveitarfélaganna í málinu en Morgunblaðið segir það athyglisvert hversu mikið hafi legið á því að koma Pétri frá í starfi sínu, en hann var að nálgast eðlileg starfslok þar sem Eyþing var sameinað tveimur atvinnuþróunarfélögum í ein samtök. Segist Pétur hafa reiknað með að hverfa úr starfi við þau tímamót.

Kostnaðurinn á fjórða tug milljóna

Pétur telur að samtals nemi kostnaðurinn við uppsögn sína á fjórða tug milljóna, þegar bætt er við kostnaði sem hlaust af því að honum var meinað að mæta til vinnu, auk áætlaðs lögmannskostnaðar lögmanns Eyþings.

Eyþing óskaði sem fyrr segir eftir trúnaði um reikninginn við sveitarfélögin sem áttu að greiða hann, en sveitarstjórn Svalbarðastrandarhrepps mótmælti.

Meginhluti kostnaðarins mun lenda á Akureyringum, um níu milljónir króna. Forsvarsmenn meirihlutans á Akureyri vilja lítið tjá sig um málið, en þeir eru einnig í forsvari Eyþings. Segja þeir um starfsmannamál sé að ræða og þeir bundnir trúnaði og megi því ekki ræða það opinberlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Auðlindir í auðmannaþágu

Sigmundur Ernir skrifar: Auðlindir í auðmannaþágu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu