fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Helgi Hrafn vill afnema bann gegn klámi – „Klám er eðli­lega um­deilt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 8. október 2020 12:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að aðgengi að klámi sé auðvelt hér á landi sem annars staðar eru enn í gildi lög sem banna dreifingu á klámi. Í 210. grein hegningarlaga segir: „Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt.“

Helgi Hrafn Guðmundsson, þingmaður Pírata, vill afnema þessa lagagrein til að vernda mannréttindi þeirra sem birta klámfengið efni af sér á vefnum OnlyFans og á sambærilegum vettvangi. Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag bendir Helgi á að lög af þessu tagi séu ekki í gildi í nágrannaríkjum okkar. Hvarvetna sé aðgangur að klámi óheftur. Helgi skrifar:

„Ný­lega hefur frést um nokkurn fjölda Ís­lendinga, a.m.k. ein­hverja tugi, sem selja að­gang að mynd­efni af sér á vefnum On­lyFans. Alls konar efni er þar að finna, en um­talaðastur er hann fyrir kyn­ferðis­legt efni sem not­endur búa til sjálfir. Miðað við fjöldann af Ís­lendingum sem vitað er um má leiða líkur að því að a.m.k. hluti þess efnis myndi teljast til svo­kallaðs kláms, en einnig má búast við að fjöldinn sé meiri og lík­legt er að hann aukist með tímanum.

Eðli­lega sýnist fólki sitt um klám, enda hug­myndir um kyn­líf al­mennt fjöl­breyttar, ein­stak­lings­bundnar og per­sónu­legar. Reyndar er skil­greiningin á klámi sjálf nokkurt bit­bein, sem er ekki til þess fallið að auð­velda upp­byggi­lega um­ræðu um efnið.“

Helgi segist ekki vera talsmaður kláms eða telja það æskilegt en bendir á að ekki sé hægt að hefta úbreiðslu þess nema að skerða mjög aðgang manna að tækni. Betra sé að bregðast við klámvæðingu með fræðslu og opinni umræðu. Þá segir Helgi ennfremur um þá sem birta klámfengnar myndir af sjálfum sér á netinu:

„Nú vilja sjálf­sagt ein­hver benda á að a.m.k. hluti um­rædds hóps sé í ein­hvers konar neyðar­að­stæðum og sé jafn­vel mis­notaður, og að sjálf­sögðu er hætta á því. En ein­mitt þá er mesta firran fólgin í að refsa honum. Hvort sem fólk birtir af sér klám­fengið efni af fúsum og frjálsum vilja, eða vegna neyðar eða mis­notkunar, þá er það aldrei rétt­látt, og aldrei til þess fallið að vernda fólk fyrir mis­notkun, að refsa því. En það er hins vegar ná­kvæm­lega það sem nú­gildandi lög­gjöf um bann við klámi gerir, nánar til tekið 210. gr. al­mennra hegningar­laga.“

Helgi telur að 210. grein hegningarlaganna geri Íslendinga að eftirbátum frjálslyndra lýðræðisríkja þegar kemur að tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi. Henni fylgi líka sú hætta að þolendum misnotkunar sér refsað. Telur hann klámbannið vera úrelt og vill afnema það.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Verðtryggingin dregur úr virkni stýrivaxta Seðlabankans

Snorri Jakobsson: Verðtryggingin dregur úr virkni stýrivaxta Seðlabankans