fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Borgarfulltrúi gagnrýnir samstöðumótmælin í gær: „Á sama tíma er ekki leyft að halda 10 manna fundi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 15:00

Baldur Borgþórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst þykir að samstöðumómælin með #blacklivesmatter hreyfingunni á Austurvelli í gær sprengdu takmarkanir samkomubannsins sem í gildi er í landinu, en þar er gert ráð fyrir að hámarki 200 manns megi koma saman. Fréttablaðið hefur meðal annars fjallað um þetta. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru um 3.500 manns á fundinum en hámarksfjöldi sem má safnast saman núna er 200 manns.

Fundurinn þótti afar vel heppnaður og í hugum flestra er málstaðurinn einstaklega góður. Engu að síður hefur mannsöfnuðurinn vakið gagnrýni og Baldur Borgþórsson, borgarfulltrúi Miðflokksins, bendir á að svo margir hafi verið búnir að boða sig á fundinn að borgaryfirvöld hafi mátt vita að takmarkanir samkomubanns yrðu rofnar. Hann skrifar:

„Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum.

Á sama tíma og ekki er leyft að halda 10 manna fundi í ráðum borgarinnar nema í formi fjarfunda:

„Skipu­leggj­endur fengu leyfi frá Reykja­víkur­borg til að vera með þennan úti­fund“

Þúsundir höfðu þá þegar staðfest komu sína og því ljóst að um skýlaust brot á fyrirmælum sóttvarnarlæknis yrði að ræða.

Nú þegar fyrir liggur að gefnar hafa verið út háar sektir á aðila fyrir margfalt minni brot , verður sérstaklega fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni