fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Sólveig segir tilboð Dags ekki hafa komið hjá samninganefndinni – „Þó hann haldi einhverju fram í fjölmiðlum, þá raungerist það ekki“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, hafa ekki það sama að segja um viðræður þeirra í dag.

„Þótt það hljómi kannski ótrúlega þá er það þannig að ekkert nýtt kom fram. Enn eina ferðina erum við í þeim sporum að hafa mætt öll af vilja gerð til að finna lausn, en gengið burt af fundi með ekkert nýtt í höndunum og ekkert fram undan nema áframhaldandi verkfallsaðgerðir,“ sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu RÚV eftir viðræðirnar.

Þá greinir RÚV frá því að Efling hafi gagnrýnt það eftir fundinn viðræðurnar hafi ekki verið í takti við það sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur talað um í fjölmiðlum.

„Við litum svo á eftir að borgarstjóri talaði um fyrirætlanir borgarinnar til að mæta kröfum okkar, að það væri kominn góður samningsgrundvöllur. Við komum á þennan fund með þá von í brjósti en því miður þá virðist svo vera að þó hann haldi einhverju fram í fjölmiðlum, þá raungerist það ekki í neinu sem samninganefndin sýnir okkur svo.“

Harpa segir Eflingu hafa slittið viðræðunum í dag. „Ég hafna því alfarið,“ sagði Harpa þegar hún var spurð að því hvort tilboðið sem Dagur hefur talað um í fjölmiðlum hafi ekki verið á samnningaborðinu.

„Það er náttúrulega þannig að þarna vorum við sérstaklega að lýsa yfir hækkun starfsmanna á leikskólum. Við höfum líka verið í löngum samtölum um hvernig við erum að nálgast starfsmenn sem eru í umönnun og  vaktavinnu. Þar eru líka verulegar leiðréttingar. Ég get bara nefnt sem dæmi að við erum að sjá starfsmann sem er að hækka um 33% á samningstímanum. Styttingin hjá vaktavinnufólki er mun meiri en við höfum verið að boða,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?