fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Eyjan

Vilhjálmur Birgis: „Mikilvægt að allir umhverfissinnar átti sig á þessari mynd – Ég er bara að benda á hræsnina“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. september 2019 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASÍ, vekur athygli á vægi millilandaflugs þegar kemur að losun koltvísýrings (CO2)  en losun flugvéla er meira en álvera, fiskiskipaflotans og bílaflotans til samans.

Hræsni í gagnrýni

Vilhjálmur telur mikilvægt að umhverfissinnar átti sig á þessum hlutföllum, þar sem ekki sé eins mikil „stemmning“ hjá þeim að mótmæla flugsamgöngum:

„Tel mikilvægt að allir umhverfissinnar átti sig á þessari mynd, en á henni sést hvað millilandaflug til Íslands losar gríðarlegt magn árlega af C02. Takið eftir að allt millilandaflug til Íslands mengar 7,2 milljónum tonna meira en allur orkufrekur iðnaður á Íslandi. Tel einnig mikilvægt að andstæðingar orkufreks iðnaðar átti sig á þessum staðreyndum, en ég geri mér grein fyrir því að það er minni stemming hjá hörðustu umhverfissinnum að vera á móti flugsamgöngum, en það er í tísku og þykir flott að vera á móti orkufrekum iðnaði. Rétt að upplýsa að útflutningstekjur frá orkufrekum iðnaði nema um 230 milljörðum eða um 34% af öllum útflutningstekjum þjóðarinnar.“

Í athugasemdakerfinu segir Vilhjálmur að hann sé að benda á hræsnina þegar kemur að umhverfismálum hér á landi:

„Ég er bara að benda á hræsnina þegar kemur að umhverfismálum.“

Hér að neðan má sjá myndina. Þar sést að losun flugfélaga er langmest.

Talsmaður álvera

Vilhjálmur bendir sjálfur á að hann sé að vissu leyti talsmaður álveranna, eftir að hafa fengið gagnrýni fyrir skrif sín, þar sem hann hafi barist fyrir lægra orkuverði til álveranna í fyrri færslum sínum:

„Mitt hlutverk er að verja atvinnuöryggi og lífsviðurværi minna félagsmanna en rétt er að geta þess að um 60% minna félagsmanna koma frá fyrirtækjunum á Grundartanga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð