fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Vill innleiða auðmýkt og lítillæti hjá vagnstjórum – 9000 kvartanir á þremur árum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. september 2019 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Flokkur fólksins leggur til að Strætó bs setji sér þjónustustefnu með áherslu ekki einungis á notendavæna hönnun heldur einnig þjónustulund og auðmýkt gagnvart farþegum,“ segir í tillögu Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, á fundi borgarráðs í dag. Vill hún að stofnanir og fyrirtæki í eigu borgarinnar starfi samkvæmt skýrri þjónustustefnu, en tillagan er lögð fram í ljósi fjölda kvartana í garð Strætó, vegna aksturslags og hegðunar vagnstjóra undir stýri, en um 9000 kvartanir hafa borist á síðustu þremur árum:

„Í stefnu þeirri sem hér er lagt til að Strætó bs. setji sér, leggur borgarfulltrúi Flokks fólksins til að hún feli í sér ákvæði um að vagnstjórar/starfsmenn Strætó bs sýni auðmýkt og lítillæti í störfum sínum og séu ávallt tilbúnir að aðstoða fólk við inn- og útgöngu í vagnanna. Sýni farþegum jákvætt viðmót, virðingu og kurteislega framkomu og séu vingjarnlegir og hjálpfúsir gagnvart farþegum. Vagnstjórar/starfsmenn þurfa að þekkja sitt hlutverk og hafa velferð farþega ávallt að leiðarljósi. Vagnstjórar þurfa að gæta sérstaklega að börnum, öryrkjum, eldri borgurum og öðrum viðkvæmum hópum þegar stigið er inn- og úr vagninum. Vagnstjórar þurfa auk þess að hafi færni og getu til að lesa og meta aðstæður.“

Tillögu Kolbrúnar var vísað til stjórnar Strætó bs.

 Sjá einnig: Alls 8.968 kvartanir hafa borist Strætó á þremur árum – „Eitthvað mikið að í þessu fyrirtæki“ segir borgarfulltrúi

Sjá einnig: Upplýsingafulltrúi Strætó og borgarfulltrúi Flokks fólksins í hár saman – „Ég undrast þessi viðbrögð hjá starfsmanni opinbers fyrirtækis“

 

Greinargerð Kolbrúnar fylgir hér að neðan:

Lagt er til að þjónustustefna Strætó feli einnig í sér:

1        Að vagnstjórar byggi ákvarðanir sínar ávallt á því hvað er farþegum fyrir bestu

2        Að vagnstjórar leyfi farþeganum ávallt að njóta vafans komi upp einhver vafamál enda skulu farþegar ávallt vera í forgangi

3        Að vagnstjórar veiti farþegum nauðsynlegar upplýsingar eftir atvikum

 Flokkur fólksins vill ítreka mikilvægi þess að stefnan sem hér um ræðir kveði á um þjónustulund, kurteisi, tillit, sveigjanleika og að þjóna borgarbúum sem nota þjónustuna af auðmýkt og lítillæti. Gæta þarf sérstaklega að velferð og öryggi barna, öryrkja og eldri borgara. Þessum aðilum þarf að sýna sérstaka biðlund og oft sérstaka aðstoð. Gæta þarf að aksturslagi þegar um er að ræða börn, einstaklingar sem glíma við hreyfivanda eða hömlun af einhverju tagi og einnig fólki sem hefur lítil börn í fangi eða sér við hönd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“