Fimmtudagur 21.nóvember 2019
Eyjan

Nýrri deilihjólaleigu hleypt af stokkunum -Tveggja ára þjónustusamningur við Reykjavíkurborg

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. september 2019 11:34

Blautur draumur borgarstjóra - Blautt var í morgun þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri prófaði hjólið, en hann hefur verið mikill talsmaður aukinnar hjólanotkunar borgarbúa, sem hefur mælst illa fyrir hjá þeim sem vilja frekar nota bíla sína til að komast á milli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun hóf  ný deilihjólaleiga starfsemi í Reykjavík og var henni hleypt af stokkunum við eina af rúmlega 40 stöðvum sem notendur geta sótt eða skilað hjólum, samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Hundrað reiðhjól verða til reiðu fyrst í stað og fengu borgarstjóri, forseti borgarstjórnar,  formaður skipulags- og samgönguráðs og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs að prófa fyrstu hjólin.

Deilihjólaleigan er rekin undir merkjum  Donkey Republic sem býður hjól í mörgum borgum og geta notendur pantað hjól með appi í síma.  Hægt verður með appi að sjá laus hjól, en deilihjólaleigan verður notendum að kostnaðarlausu fyrstu vikuna.

Tvö tilboð um hituna

Kerfið á Íslandi er rekið af fyrirtækinu Framúrskarandi ehf. samkvæmt tveggja ára þjónustusamningi við borgina upp á fimm milljónir króna. Tvö tilboð bárust borginni um verkefnið, annað frá City Bikes, sem keypti 100 hjól frá þrotabúi WOW í sumar og annarsvegar frá Donkey Republic:

„Það var útboð með skilgreindum forsendum, við unnum útboðið þar sem við vorum með fleiri stöðvar, betra rekstrarmódel og fleiri þjónuststöðvar,“

sagði Eyþór Máni Steinarsson, verkefnastjóri hjá Donkey Republic, við Eyjuna.

„Við trúum því að hjólreiðar og aðrar örflæðilausnir séu framtíð almenningssamgangna. Hjólreiðar munu minnka umferðaröngþveiti, eru umhverfisvænni og gera manni kleift að stunda líkamsrækt á meðan maður ferðast,“

segir Eyþór Máni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið hæðist að borgarstjóra –„Þetta er alger draumatillaga“

Morgunblaðið hæðist að borgarstjóra –„Þetta er alger draumatillaga“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristján kallaður á fund vegna Samherjamálsins

Kristján kallaður á fund vegna Samherjamálsins