Miðvikudagur 26.febrúar 2020
Eyjan

Þegar varaforsetinn klifraði upp á grindverkið við Stjórnarráðið

Egill Helgason
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 01:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur verið sagt að eins gott sé að Donald Trump forseti haldist á lífi, því annars sé hætt við að Mike Pence varaforseti taki við honum. Trump þykir beinlínis geisla af frjálslyndi miðað við hinn mjög svo afturhaldssama Ptence. Varaforsetanum er til dæmis mjög í nöp við samkynhneigða. Hann er þykir líka hafa ýmsar forneskjulegar hugmyndir, eins og til dæmis að vilja ekki eiga fundi með konum sem eru einar síns liðs.

Pence mun vera væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands í byrjun september. Þar verður meðal annars rætt um viðskipti, varnarmál, hernaðarlegt mikilvægi Íslands og ógn sem stafar af Rússum. Örugglega má vænta einhverra mótmæla við komu þessa umdeilda stjórnmálamanns til landsins.

En þarna rifjast upp koma annars varaforseta Bandaríkjanna til Íslands. Það var sjálfur Lyndon B. Johnson. Þetta var 9. september 1963. Aðeins tveimur og hálfum mánuði síðar var Johnson orðinn forseti Bandaríkjanna – eftir morðið á John F. Kennedy. Johnson var umdeildur maður, en margir telja að hann hafi verið miklu merkari forseti en almennt var talið þegar hann hrökklaðist frá völdum á tíma Vietnamstríðsins.

Johnson lék á alls oddi þegar hann kom til Íslands. Í Morgunblaðsfréttinni hér að ofan segir að kommúnistar hafi reynt að efna til mótmæla, en Johnson hafi gengið keikur að hóp þeirra og tekið brosandi við mótmælaskjali og síðan haldið leiðar sinnar.

Almennt var Johnson hinn alþýðlegasti, öryggisgæsla um forseta var heldur ekki jafnmikil og síðar varð. Eftir fund í Stjórnarráðinu kom Johnson út og þar hafði safnast saman nokkur mannfjöldi. Varaforsetinn brá því á það ráð að klifra upp á grindverkið fyrir framan Stjórnarráðið og hélt stutta ræðu. Hann veifaði til mannfjöldans sem stóð í Bankastræti og sagði: „Come closer.“ – Og benti mönnum á að koma nær. Fólk þyrptist að og Johnson flutti ræðu styrkri röddu um vináttu þjóðanna og þau umræðuefni sem borið hafði á góma á fundi með ráðherrunum – nauðsyn þess að stuðla að friði og binda enda á kjarnorkukapphlaupið. Viðstaddir hrópuðu margsinnis húrra fyrir varaforsetanum. Svo segir í samtímafrásögn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Nafnagjöf í beinni
Eyjan
Í gær

Tímamót hjá VG á Austurlandi

Tímamót hjá VG á Austurlandi
Eyjan
Í gær

Umboðsmaður barna flytur skrifstofuna til Egilsstaða í eina viku

Umboðsmaður barna flytur skrifstofuna til Egilsstaða í eina viku
Eyjan
Í gær

Stefán ekki byrjaður í starfi en skorar á stjórnmálamenn – „Það hlýtur þá að kalla á breytingar á lögunum“

Stefán ekki byrjaður í starfi en skorar á stjórnmálamenn – „Það hlýtur þá að kalla á breytingar á lögunum“
Eyjan
Í gær

Vigdís Hauksdóttir um pólitíska framtíð sína – „Maður veit aldrei“

Vigdís Hauksdóttir um pólitíska framtíð sína – „Maður veit aldrei“
Fyrir 4 dögum

Hinn óþægilegi sannleikur

Hinn óþægilegi sannleikur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hörður -„Verði það tækifæri ekki nýtt þá geta menn bara slökkt ljósin“ – Segir Sólveigu gengna af göflunum

Hörður -„Verði það tækifæri ekki nýtt þá geta menn bara slökkt ljósin“ – Segir Sólveigu gengna af göflunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann er allt annað en sáttur með „einkaeign“ Sjálfstæðisflokksins – „Hvað er eiginlega í gangi í landinu?“

Jóhann er allt annað en sáttur með „einkaeign“ Sjálfstæðisflokksins – „Hvað er eiginlega í gangi í landinu?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vill bjóða erlend lán í íslenskum krónum

Vill bjóða erlend lán í íslenskum krónum