fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Eyjan

Steinunn Ólína: „Hún Kata veit vel hvað hún syngur, þótt fölsk sé“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 22. júlí 2019 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Herinn er að koma með 14 milljarðana sína krakkar! Alltaf leggst okkur eitthvað til. Bullandi plús fyrir heimilisbókhald Bjarna og Kötu og tyggjópökkum og nælonsokkum mun rigna yfir Suðurnesin meðan á uppbyggingu hersins á Keflavíkurflugvelli stendur.“

Svo hefst pistill Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, leikkonu, í Fréttablaðinu í dag, hvar hún gagnrýnir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra harðlega, þar sem aukin umsvif Bandaríkjahers hér á landi samræmist stefnu VG á engan hátt, en Bandaríkjaher og NATO hyggja á 14 milljarða króna uppbyggingu hér á landi á næstu árum, þó svo Ísland kalli sig herlausa þjóð. Kostnaðarþáttaka Íslands verður 400 milljónir króna:

„Katrín friðar- og mannúðarsinni er svo spennt fyrir samstarfinu að hún samþykkir að vippa 300 milljónum úr þróunaraðstoð og leggja í púkk með Nató og Bandaríkjaher. Ríkisstjórn hennar verður að sýna lit og leggja eitthvað af mörkum fyrir 14 milljarðana sem við erum að fá og skítt með það þótt Ísland dragi úr aðstoð við minni máttar. Þá vantar bara 100 milljónir í áætlað 400 milljóna framlag Íslendinga, ég ráðlegg Kötu og Bjarna að vinda aldraða og öryrkja. Kreista úr þeim síðustu dropana,“

skrifar Steinunn og bætir við:

„Græðum á Kananum, þótt það kosti okkur sjálfstæði okkar, sjálfsvirðingu og frelsi sem þjóð. Það er ekkert sem skiptir meira máli en að græða peninga. Það er boðorð þessarar ríkisstjórnar. Græðum, græðum, græðum þótt það kosti okkur æruna, landið og lífið,“

Hún segir einnig að „friðarsinnarnir“ í VG taki vígamönnum Donalds Trump opnum örmum og hvort almenningur viti að NATO mætti geyma hér kjarnavopn ef þeir vildu, samkvæmt 10. grein þingsályktunar um þjóðaröryggisstefnu Íslands frá 2016, hvar segir:

„Að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum, að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga, í því augnamiði að stuðla að afvopnun og friði af Íslands hálfu.“

Þegar Katrín var ennþá Katrín

Steinunn segir að Katrín hafi fordæmt Trump Bandaríkjaforseta af veikum mætti á dögunum og hafi síðan þvegið hendur sínar með því að varpa ábyrgðinni yfir á almenning, með því að „kalla eftir opinberri umræðu um það sem er löngu handsalað bakvið tjöldin, eða á Guðlaug Þór og samninga sem voru gerðir fyrir hennar tíð.“

Þá spyr Steinunn:

„Muniði þegar hún var ennþá Katrín Jakobsdóttir? Katrín þá var friðarsinni og herstöðvaandstæðingur. Nýja Katrín gekk visvítandi inn í stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn þrátt fyrir samninga Bandaríkjahers og Nató við Ísland. Hún Kata veit vel hvað hún syngur, þótt fölsk sé.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar