fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. mars 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í stöðuuppfærslu á Facebook í gær að Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, hefði þjófkennt hana og sagt að hún væri „gerð út“ af karlmönnum. Vísaði hún til þessa er hún rifjaði upp hvað hún hefði mátt þola eftir að hún var kosin formaður Eflingar:

„Fyrir það að dirfast að vinna í kosningum um forystu í verkalýðsfélagi því sem ég hef árum saman tilheyrt og fyrir að dirfast að vilja berjast fyrir hagsmunum verka og láglaunafólks hef ég verið ötuð aur af ógeðslegu fólki. Ég hef verið kölluð peð, strengjabrúða, stalínisti, trumpisti. Ég hef þurft að þola að því sé haldið fram að ég „ásælist“ sjóði Eflingar til að nota í annarlegum tilgangi. Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra, hefur ásamt því að þjófkenna mig og segja að ég sé ekki í tengslum við raunveruleikann, einnig sagt að ég sé „gerð út“ af karlmönnum. Og svo mætti lengi upp telja. Pæliði í því hvað þetta er ótrúlega klikkað.“

Ekki öfundsverðir viðsemjendur

Þessu svarar Björn í dag:

„Já, þetta er „ótrúlega klikkað“ hjá Sólveigu Önnu enda enginn fótur fyrir því. Þeir eru ekki öfundsverðir sem eiga að semja við hana svo að ekki sé minnst á þá sem hafa treyst henni fyrir kjörum sínum.“

Björn lætur ekki þar við sitja, heldur rifjar upp feril Sólveigar sem aðgerðarsinna:

„Að fólk sé handtekið vegna framgöngu við eða inni í þinghúsinu er ekkert einsdæmi. Það gerðist til dæmis 8. desember árið 2008 þegar hópur fólks ruddist upp á þingpalla. Níu úr hópnum sættu ákæru, þeirra á meðal var Sólveig Anna Jónsdóttir, núverandi formaður Eflingar-stéttarfélags, sem var dæmd í 100.000 kr. sekt 16. febrúar 2011. Fyrir rétti sagði Sólveig Anna að lögreglan hefði snúið upp á hendur sér. Síðar varð Sólveig Anna formaður í deild Attac-samtakanna á Íslandi, alþjóðlegra samtaka sem stofnuð voru að hennar sögn í Austur-Asíu árið 1997 til að berjast gegn einkavæðingu, markaðsvæðingu og hnattvæðingu á forsendum stórfyrirtækja. Af ræðum Sólveigar Önnu má ráða að ávallt séu einhverjir að hrella hana og nú er ég meira að segja kominn í þann hóp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?