Vísir skýrir frá þessu. Könnunin var gerð af Maskínu frá 12. til 20. desember. 914 svöruðu könnuninni og tóku um 60 prósent þeirra afstöðu til spurningarinnar sem var lögð fyrir þá en hún var: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“
Fylgi Samfylkingarinnar var 12,1% í síðustu kosningum svo flokkurinn bætir miklu við sig. Fylgi Sjálfstæðisflokksins var 25,2% í síðustu kosningum en mælist nú 17,6%. Fylgi Viðreisnar tekur mikinn kipp frá síðustu kosningum en þá fékk flokkurinn 6,7 prósent atkvæða en mælist nú með 14% fylgi. Píratar fengu 9,2% fylgi í síðustu kosningum en mælast nú með 14% fylgi. Miðflokkurinn fékk 10,9% atkvæða í síðustu kosningum en fylgi flokksins mælist nú 12,1%. Fylgi Vinstri grænna minnkar töluvert frá síðustu kosningum eða úr 16,9% í 11,7% nú. Sömu sögu er að segja af Framsóknarflokknum en fylgi flokksins mælist nú 7,4% en var 10,7% í síðustu kosningum. Fylgi Flokks fólksins mælist nú 4,1% en var 6,9% í síðustu kosningum.