fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Marinó segir orð Bjarna brandara dagsins – „Var þetta planið í kosningunum?“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. október 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marinó G. Njálsson, ráðgjafi og sérfræðingur í áhættustjórnun, öryggismálum og persónuvernd, gefur lítið fyrir orð Bjarna Benediktssonar í dag og segir þau brandara dagsins.

„Planið okkar hefur gengið upp og ég er sannfærður um að við getum lokið verkefninu ef við höldum áfram á sömu braut og gerum enn betur. Fyrst ríður á að Alþingi klári fjárlög sem styðja við að ljúka verkefninu og ná verðbólgumarkmiði“ 

skrifar Bjarni í færslu á Facebook fyrr í dag. 

Sjá einnig: Bjarni lukkulegur með gleðitíðindin og spáir því að vextir lækki frekar í nóvember – „Planið okkar hefur gengið upp“

Í færslunni fagnar Bjarni því að verðbólga hafi lækkað milli mánaða, mælist nú 5,1% og hafi því lækkað um 2,8% á einu ári. Telur Bjarni ljóst að aðhald í ríkisfjármálum, mikilvægir kjarasamningar og aðhald Seðlabanka hafi skilaði þessum árangri og ef rétt er farið með muni þessi árangur halda áfram að birtast næstu mánuði  með frekari hjöðnun verðbólgu.

Spyr hvort þetta hafi verið planið fyrir þremur árum

Marinó spyr hvert planið var sem Bjarni vísar til.

„Að missa stjórn á verðbólgunni, svo hún færi upp fyrir 10% og væri yfir 6,0% í 30 af 31 mánuði frá febrúar 2022 til ágústs 2024?  Að glopra stöðugleika úr höndunum eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum haustið 2021?  Að vextir Seðlabankans myndu hækka úr 1,5% við upphaf stjórnarsamstarfs í 9,25% á 21 mánuði og eru enn 9,00%?  Að vaxtabyrði almennings og fyrirtækja færi í hæstu hæðir?  Að vextir umfram verðbólgu hafi ekki verið hærri mjög lengi, líklega frá árinu 2004?

Var þetta planið í kosningum fyrir þremur árum?“

Segir enga stjórn á efnahagsmálum þjóðarinnar

Marinó rifjar upp í færslu sinni á Facebook að fyrir þremur árum, haustið 2021 í kosningabaráttunni, hafi forystufólk ríkisstjórnarflokkanna barið sér á brjósti, að það hefði komið á lágum vöxtum.  

„Var það planið, að þeir hækkuðu um 500% og gott betur á kjörtímabilinu?

Nei, það var ekki planið og raunar má efast um að það hafi verið eitthvað plan.  Ég held að flestir landsmenn hafi upplifað, að engin stjórn hafi verið á efnahagsmálum þjóðarinnar frá síðustu kosningum.  Hafi yfir 9,0% verðbólga í 11 mánuði og 9,25% meginvextir Seðlabankans í um 13 mánuði verið planið, þá hefði verið gott að vita það haustið 2021, áður en gengið var til kosninga.  Þá hefðu kjósendur kosið með einhverju öðru plani.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun