fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. október 2024 12:23

Karl Óskar Kristbjarnarson, Kristján Aðalsteinsson og Þorvaldur Finnbogason eru nýir forstöðumenn hjá OK.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upplýsingatæknifyrirtækið OK hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn á svið skýja- og rekstrarþjónustu. Þetta eru þeir Karl Óskar Kristbjarnarson, Kristján Aðalsteinsson og Þorvaldur Finnbogason. OK sérhæfir sig í sölu og ráðgjöf á tæknilausnum og tengdri þjónustu við mörg stærstu fyrirtæki landsins og stofananir sem og alþjóðleg fyrirtæki. Kemur þetta fram í tilkynningu.

Karl Óskar Kristbjarnarson, hefur verið ráðinn forstöðumaður viðskiptastýringar í skýja- og rekstrarþjónustu. Karl Óskar er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Karl kemur til OK eftir samruna upplýsingasviðs TRS við OK og hefur auk þess mikla reynslu af því að vera deildarstjóri upplýsingatæknisviðs í fyrra starfi. 

Kristján Aðalsteinsson tekur við sem forstöðumaður vef- og hugbúnaðarlausna. Kristján er með MBA frá Háskóla Íslands. Hann er einnig menntaður stjórnenda-markþjálfi frá Háskóla Íslands. Kristján kemur með reynslu af sölu og verkstýringu frá Gangverk og hefur í fjölda ára byggt upp teymi hérlendis og erlendis í handbolta. 

Þorvaldur Finnbogason hefur verið ráðinn forstöðumaður kerfislausna. Hann er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Þorvaldur er upplýsingatækniheiminum vel kunnur og hefur unnið lengi hjá OK í viðskiptastýringu og vöruþróun, áður var hann meðal annars í viðskiptastýringu hjá Þekkingu og yfirmaður þjónustusviðs hjá Símafélaginu. 

,,Við erum afar ánægð með þessa nýju stjórnendur en reynsla þeirra og þekking mun styrkja OK enn frekar á þeirri vegferð sem fyrirtækið er. OK er í miklum vexti og það er okkur afar mikilvægt að fá rétt fólk í ferðalagið með okkur“ segir Halldór Áskell Stefánsson, framkvæmdastjóri skýja- og rekstrarþjónustu OK. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun