Sunnudagur 08.desember 2019
Eyjan

Hvaða afleiðingar hefur brotthvarf Andrésar? Styrmir telur að þær geti orðið verulegar

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrsögn Andrésar Inga Jónssonar úr þingflokki VG mun ekki skipta sköpum fyrir stjórnarsamstarfið að sinni en ekki er hægt að útiloka að ákvörðun hans geti haft víðtækar afleiðingar þegar fram líða stundir.

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, fjallar um málið á heimasíðu sinni. Eins og greint var frá í gær tilkynnti Andrés, nokkuð óvænt, að hann hygðist starfa sem óháður þingmaður út kjörtímabilið. Andrés hefur þó, ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur, verið andsnúinn samstarfi VG við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Eftir úrsögn Andrésar Inga hefur ríkisstjórnin 34 þingmenn af 63 á Alþingi.

Styrmir bendir á að þingmeirihluti stjórnarflokkanna sé svo rúmur að úrsögn Andrésar skiptir ekki sköpum fyrir samstarfið.

„Öðru máli gegnir ef úrsögn þingmannsins er birtingarmynd meiri óánægju meðal almennra flokksmanna VG með stjórnarsamstarfið, en fram hefur komið.“

Styrmir segir að þá gæti skapast þrýstingur á ráðherra flokksins og þingmenn að bjarga því sem bjargað verður með því að rjúfa samstarfið við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk áður en kjörtímabilið er á enda.

„Það hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að andrúmsloftið innan flokksins sé orðið svo erfitt en eftir því, sem nær dregur kosningum fer fólk að hugsa á annan veg. Þá fara einstakir þingmenn, sem stefna á endurkjör að hugsa um sína persónulegu pólitísku hagsmuni og geta orðið til alls vísir. Þess vegna er ekki hægt að útiloka að ákvörðun Andrésar Ingi í gær geti haft víðtækari afleiðingar, þótt síðar verði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hólmfríður finnur spillingarfnyk: „Skammist ykkar fyrir að fela ykkur á bak við þessa ljótu ohf-druslu“

Hólmfríður finnur spillingarfnyk: „Skammist ykkar fyrir að fela ykkur á bak við þessa ljótu ohf-druslu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ragnar Þór – „Þetta er bara angi af þessari djúpu spillingu“

Ragnar Þór – „Þetta er bara angi af þessari djúpu spillingu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hlemmur fær upplyftingu – Lækjartorg í niðurníðslu

Hlemmur fær upplyftingu – Lækjartorg í niðurníðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsir andláti Halldórs Ásgrímssonar: „Hringdum strax á neyðarlínuna“

Lýsir andláti Halldórs Ásgrímssonar: „Hringdum strax á neyðarlínuna“