Fimmtudagur 05.desember 2019
Eyjan

Segir Félagsbústaði vera rekna eins og banka: „Þessi breyting er með eindæmum ómanneskjuleg“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 10. október 2019 10:05

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram tillögu á fundi velferðarráðs um að Félagsbústaðir sæju sjálfir um að innheimta skuld á leigu og greiðsludreifingu skulda hjá leigjendum sínum, líkt og áður hafi verið gert.

Nýlega varð breyting á hjá Félagsbústöðum á þessu, þar sem félagið fékk Mótus til að sjá um innheimtu skulda fyrir sig, sem Kolbrún segir að komi leigjendum í opna skjöldu og með þessu sýni Félagsbústaðir óþarfa hörku og óbilgirni í garð leigjenda sinna, sem gjarnan hafi lítið á milli handanna.

Þá nefnir hún einnig að Félagsbústaðir eigi fyrst og fremst að hugsa um leigjendur sína en ekki að styrkja lögfræðinga, en lögfræðikostnaður Félagsbústaða á fimm ára tímabili nam rúmlega tæplega 112 milljónum króna vegna lögfræðiráðgjafar, innheimtu og útburðarmála.

Sjá nánar: Gagnrýnir 112 milljóna lögfræðikostnað Félagsbústaða vegna „harkalegra“ innheimtuaðgerða

Sjá nánar: Kolbrún segir háan lögfræðikostnað Félagsbústaða „skjóta skökku“ við:„Stjórnarformaðurinn er lögfræðingur“

Beri ekki að vera eins og banki

Þá segir Kolbrún í bókun sinni að ekki beri að reka Félagsbústaði eins og banka:

„Flokkur fólksins vill senda með tillögunni þau skilaboð að þessi breyting er með eindæmum ómanneskjuleg og hefur að því er virst komið aftan að fjölmörgum. Alla vega komu leigjendur margir af fjöllum þegar skuld þeirra, jafnvel eins mánaða skuld var komin til lögfræðinga í innheimtu. Hér er jafnvel um að ræða leigjendur sem hafa áður dreift skuld sinni hjá skrifstofunni og gengið vel. Í ljósi þess að leigjendur eru upp til hópa fólk í fjárhagserfiðleikum er þess vænst að Félagsbústaðir taki upp þá aðferð sem var áður við lýði, en hún var sú að hægt væri að semja um skuldir við skrifstofu Félagsbústaða.

Félagsbústaðir eiga að hugsa um skjólstæðinga sína fyrst og fremst og hag þeirra en ekki að styrkja lögfræðinga. Flokkur fólksins upplifir ennþá allt of oft að Félagsbústaðir sýni of mikla hörku og óbilgirni í málum þótt hlutir hafi vissulega nokkuð lagast síðasta misseri. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill minna á það að Félagsbústaðir eru í eigu borgarinnar leigjendur eru afar viðkvæmur hópur. Félagsbústaði á ekki að reka eins og banka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

RÚV skorar á Björn Bjarnason: „Gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir“

RÚV skorar á Björn Bjarnason: „Gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir“
Eyjan
Í gær

Ný skýrsla spark í rassinn á ráðamönnum – „Engan tíma má missa“

Ný skýrsla spark í rassinn á ráðamönnum – „Engan tíma má missa“