fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Þjóðvegasjoppur inni í miðri borg

Egill Helgason
Mánudaginn 13. maí 2019 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég sá að einhverjir voru að fussa og sveia yfir því stefnumiði sem komið er fram í borgarstjórn að fækka bensínstöðvum. Líkt og þar sé aldeilis verið að skerða frelsi borgaranna –  gott ef þetta teldist ekki liður í aðförinni að fjölskyldubílnum.

Svo fór ég að telja í huganum. Ég fattaði að í svona rúmlega kílómeters radíus frá heimili mínu í gamla Miðbænum eru níu bensínstöðvar. Þær bjóða allar upp á svipað verð á vökvanum dýrmæta, það er engin samkeppni í verði –  sumar eru raunar orðnar að ofvöxnum sjoppum ellegar því sem kallast stundum stjörnutorg.

Eða kannski má frekar nefna það þjóðvegasjoppur. Það eru varla margar borgir í Evrópu sem státa af því að hafa fjöldann allan af þjóðvegasjoppum inni í miðjum bæ.

Það hefur stundum verið nefnt, og ég sá að þingmaðurinn Ólafur Ísleifsson ritaði um það á Facebook í gær, hversu einkennilegt væri að hafa stóra bensínstöð við Hagatorg, innan um nokkrar glæsilegustu byggingar borgarinnar. Sú bensínstöð stendur reyndar á gömlum merg – en þá var hún miklu smærri í sniðum. Hún hefur tútnað út og orðið einkennilega miklu ljótari með árunum.

Áðan varð mér gengið eftir Borgartúninu í rigningunni og þar blasir við bensínstöð sem mætti halda að sé einsdæmi. Innan um virðuleg fyrirtæki, banka, skrifstofur hagsmunasamtaka og stofnanir, er risastór bensínstöð, ein sú allra stærsta á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er í götu sem stundum hefur verið kölluð „city“ Reykjavíkur – hjarta fjármálalífsins. Og þangað fer fólkið væntanlega af vinnustöðunum og nær sér í matarbita þegar hungrið sverfir að og fyllir svo jeppana af bensíni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“