fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Frosti um frétt Hringbrautar: „Þessi kenning er svo fjarstæðukennd að hún er eiginlega bara fyndin – Hvað gengur mönnum til?“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 26. apríl 2019 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hér er því haldið fram að Orkan okkar hafi ráðið Gunnar Stein, helsta almannatengil Samfylkingarinnar, til að ráðleggja sér um PR mál. Þessi kenning er svo fjarstæðukennd að hún er eiginlega bara fyndin

Svo skrifar Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, við frétt Hringbrautar á Facebook, hvar fullyrt er að Gunnar Steinn Pálsson, einn reyndasti PR- maður landsins, sé að vinna fyrir Orkuna okkar í baráttunni gegn þriðja orkupakkanum.

Gunnar Steinn hefur  áður unnið fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, Samfylkinguna og fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, þá Sigurð Einarsson og Hreiðar Má Sigurðsson, sem og Bakkavarabræðurna Ágúst og Lýð Guðmundssyni, samkvæmt frétt Hringbrautar.

Hringbraut segist hafa heimildir fyrir því að Gunnar Steinn undirbúi nú stórsókn gegn orkupakkanum, í formi blaðagreina, bloggfærslna og pistlum á samfélagsmiðlum til að hafa áhrif á umræðuna. Greint er frá því að hann sé enginn „nýgræðingur“ þegar kemur að slíkum vinnubrögðum og vitnað er í frétt Viðskiptablaðsins frá árinu 2013, sem hafði undir höndum skjal frá 2009 merkt Gunnari, sem lýsir því hvernig hægt sé að stofna „bloggher“ til að hafa áhrif á umræðuna um hrunið og helstu lykilpersónur þess. Gunnar tjáði sig um þetta við Morgunblaðið, þar sem hann neitaði fyrir að ræst út bloggher, en hefði vissulega ráðið menn til ráðgjafar, sem hefðu verið þátttakendur í bloggheimum.

Kári ekki með

Í fréttinni er hópurinn sagður hittast á laugardögum í húsi Íslenskrar erfðagreiningu til að ráða ráðum sínum, ásamt Kára Stefánssyni, forstjóra fyrirtækisins.

Staðfestir Frosti að hópurinn hittist þar á laugardögum en segir rangt að Kári Stefánsson hafi verið á þeim fundum, líkt og haldið er fram.

Gunnar Steinn ekki heldur

Þá spyr Frosti hvað mönnum á Hringbraut gangi til, þar sem hann hafi greint þeim frá þessu áður en fréttin var birt:

„Hringbraut hringdi í mig kl 14:55 til að spyrja hvað væri rétt í málinu. Ég sagði sem var að hvorki Kári né Gunnar Steinn kæmu nálægt Orkan okkar. Hringbraut birti samt fréttina hálftíma síðar. Hvað gengur mönnum til?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum