fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Heilbrigðisþjónusta íslenskra fanga efld til muna eftir athugasemdir pyntingarvarnanefndar Evrópuráðsins

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 5. apríl 2019 15:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárframlög til heilbrigðisþjónustu við fanga eru aukin og aðgengi að þjónustunni bætt með meiri viðveru heilbrigðisstarfsfólks samkvæmt nýgerðum samningi Sjúkratrygginga Íslands og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um heilbrigðisþjónustu í fangelsinu á Hólmsheiði.

Samningsgerð er hafin um stórbætta geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum landsins, samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Dómsmálaráðuneytið sagði í fyrra að mannréttindi fanga á Íslandi væru ekki tryggð, vegna skorts á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum, eftir fyrirspurn um málið frá Umboðsmanni Alþingis, en talið er að um 75% fanga stríði við geðræn vandamál.

Alls þrír sálfræðingar hafa sinnt öllum föngum hér á landi undanfarið en enginn geðlæknir hefur starfað í íslensku fangelsi síðan árið 2013.

Heilbrigðisþjónusta fyrir alla

„Umbætur í heilbrigðiskerfinu sem unnið er að eiga að skila sér til allra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, föngum þar með töldum. Ég er þess fullviss að þær breytingar sem í farvatninu eru verði mikið framfaraskref í heilbrigðisþjónustu við fanga“

segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

  • Á Hólmsheiði sitja fangar sem áður sátu í kvennafangelsinu í Kópavogi, fangelsinu við Skólavörðustíg og gæsluvarðhaldsfangar sem áður voru vistaðir í fangelsinu á Litla Hrauni. Rýmafjöldi á Hólmsheiði er sveigjanlegur en þar geta verið allt að 60 fangar eftir atvikum.
  • Samkvæmt samningnum skulu læknar og hjúkrunarfræðingar veita heilbrigðisþjónustu á Hólmsheiði alla virka daga, meðal annars með reglulegri móttöku til að sinna almennri heilsugæsluþjónustu.
  • Læknir skal vera með fasta viðveru í fangelsinu tvisvar í viku að jafnaði og hjúkrunarfræðingur þrjá til fjóra daga í viku. Fangar skulu njóta sambærilegrar heilsugæsluþjónustu og almennt gerist, eftir því sem aðstæður í fangelsi leyfa.
  • Á dagvinnutíma skal veitt símaþjónusta sambærileg við almenna símaþjónustu heilsugæslustöðva en þess utan fá fangar þá almennu heilbrigðisþjónustu sem í boði er á viðkomandi þjónustusvæði. Fangar skulu njóta þjónustu Læknavaktar eða bráðamóttöku Landspítalans eftir því sem á þarf að halda og greiðir þá heilsugæslan hlut viðkomandi sjúklings samkvæmt samningnum.
  • Miðað er við að samningurinn um heilbrigðisþjónustu á Hólmsheiði verði fyrirmynd annarra samninga um þjónustu við fanga í öðrum fangelsum landsins. Framlög vegna þjónustunnar á Hólmsheiði aukast með samningnum úr 22 milljónum króna í 33 milljónir.

Samningsgerð um geðheilbrigðisþjónustu við fanga

Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Sjúkratryggingum Íslands gerð samnings um geðheilbrigðisþjónustu í fangelsinu á Hólmsheiði samkvæmt skilgreindum markmiðum. Miðað er við að samið verði við Landspítalann um að sérfræðingar geðdeildar sinni þjónustunni og að byggt verði á teymisvinnu með aðkomu lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga. Gerðir verða sambærilegir samningar um geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öðrum fangelsum og er áætlað að ljúka þeim innan árs. Er gert ráð fyrir að þjónusta verði veitt af sjúkrahúsi í heilbrigðisumdæmi viðkomandi fangelsis með mögulegri aðkomu geðdeilda Landspítalans eða Sjúkrahússins á Akureyri eftir atvikum.

Verulega hefur skort á að fangar hér á landi njóti viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu og hafa Umboðsmaður Alþingis og pyntingavarnanefnd Evrópuráðsins vakið athygli á þeim misbresti.

Með fyrirhuguðum samningum ætti að takast að mæta að fullu athugasemdum sem þessir aðilar hafa gert við þjónustuna.

Auknir fjármunir til efla geðheilbrigðisþjónustu við fanga eru tryggðir í fjárlögum og er áætlað að verja til þessa 55 milljónum króna á þessu ári.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?