fbpx
Laugardagur 23.janúar 2021
Eyjan

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. mars 2019 10:38

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna daga hafa No borders samtökin mótmælt á Austurvelli. Hafa mótmælin vakið hörð viðbrögð í samfélaginu og skiptist fólk í tvær fylkingar að því er virðist; sumum blöskra aðferðirnar og vilja senda hælisleitendur til síns heima, meðan aðrir sýna málstað þeirra samúð.

Meðal krafna samtakanna er að leggja niður „flóttamannabúðirnar“ að Ásbrú í Reykjanesbæ. Á Facebook síðu No borders samtakanna segir um aðbúnaðinn að Ásbrú:

„Ásbrú er einangrað svæði hvar um 100 flóttamenn eru geymdir. Öryggisverðir gæta svæðisins allan sólarhringinn og engar heimsóknir eru leyfðar. Vilji vistmenn fara til Reykjavíkur kostar það 4000 krónur. Að geyma hælisleitendur að Ásbrú stuðlar aðeins að einangrun þeirra og gerir þá ósýnilega gagnvart almenningi. Allur húsnæðiskostur hælisleitenda ætti að vera á höfuðborgarsvæðinu, eða skulu samgöngur vera ókeypis.“

Gagnrýnir úrræði Útlendingastofnunar

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, er óánægður með ákvörðun Útlendingastofnunar að koma hælisleitendum fyrir á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hann segir í grein í Fréttablaðinu í dag að í 99% tilfella gangi þjónustan við hælisleitendur vel fyrir sig en nú þjónusti bærinn um 70-80 manns á hverjum tíma meðan mál þeirra eru til meðferðar hjá Útlendingastofnun.

Kjartan biðlar til annarra sveitarfélaga að leggja sitt af mörkum, en segir að þau hafi hingað til ekki sýnt slíkum verkefnum áhuga, þrátt fyrir umleitan. Minnist hann á að í Danmörku sé sveitarfélögum skylt að veita slíka þjónustu við flóttamenn, nema þau standi illa eða eigi undir högg að sækja.

„Á síðustu mánuðum hefur Útlendingastofnun upp á sitt eindæmi ákveðið að taka á leigu fjölbýlishús á Ásbrú, einu hverfa Reykjanesbæjar, og flytja þangað um hundrað einstaklinga sem stofnunin sér um að þjónusta. Þeir eru fjarri miðlægri þjónustu Útlendingastofnunar, fá lágmarksþjónustu á staðnum, þurfa eins og aðrir íbúar á Suðurnesjum að bíða vikum saman eftir læknisþjónustu og upplifa sig einangraða. Þessu og ýmsu fleiru hafa þeir mótmælt síðustu daga. Á sama hátt hafa bæjaryfirvöld og íbúar látið í ljós óánægju með þessa framvindu mála. Lausnin hlýtur að felast í að fleiri sveitarfélög axli samfélagslega ábyrgð á sama hátt og Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Reykjavík og þjónusti umsækjendur um alþjóðlega vernd í samstarfi við Útlendingastofnun meðan mál þeirra eru til meðferðar.“

Útlendingastofnun bregst við umræðunni

Á vef Útlendingastofnunar má finna upplýsingar um þá þjónustu sem „umsækjendum um vernd“ stendur til boða hér á landi. Voru upplýsingarnar birtar þann 14. mars síðastliðinn „vegna umræðunnar að undanförnu.“

Þar eru einnig birtar myndir af aðbúnaði hælisleitenda í fjölbýlishúsi á Ásbrú í Reykjanesbæ, sem tekið var í notkun um síðustu áramót. Þar dvelja um 90 karlmenn í 2ja manna herbergjum.

Það er þó ekki gæði aðbúnaðarins sem hælisleitendur gagnrýna, heldur staðsetningin, þeir séu of einangraðir.

 

Búsetuúrræði Útlendingastofnunar á Ásbrú eru eftirfarandi samkvæmt Útlendingastofnun:

 • Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem geta ekki séð um eigin framfærslu á meðan mál þeirra eru til meðferðar stendur til boða húsnæði á vegum Útlendingastofnunar eða þeim sveitarfélögum sem stofnunin hefur gert þjónustusamninga við.
 • Útlendingastofnun ákveður í hvaða búsetuúrræði eða hjá hvaða sveitarfélagi umsækjendur dvelja og er þá tekið mið af þörfum þeirra, stöðu máls og getu sveitarfélags til að veita þá þjónustu sem þeir þurfa.
 • Öll búsetuúrræði Útlendingastofnunar eru opin og enginn þarf að dvelja í þeim gegn sínum vilja.
 • Búsetuúrræði stofnunarinnar við Lindarbraut á Ásbrú var tekið í notkun um síðastliðin áramót og þar dvelja nú um 90 karlmenn í tveggja manna herbergjum.
 • Útlendingastofnun úthlutar íbúum í úrræðinu strætókortum sem gilda í innanbæjarsamgöngur í Reykjanesbæ.
 • Útlendingastofnun lætur íbúum jafnframt í té strætómiða til að sinna erindum varðandi umsókn sína á höfuðborgarsvæðinu, hvort sem er til að mæta í viðtöl hjá Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála eða talsmönnum Rauða krossins, og til að nýta þjónustu sérfræðilækna og sálfræðinga.

Heilbrigðisþjónusta

Útlendingastofnun tilgreinir að hælisleitendur hafi rétt á aðgengi að heilbrigðisþjónustu og lyfjum sem eru þeim nauðsynleg samkvæmt læknisráði. Það er greitt af Útlendingastofnun, hafi viðkomandi ekki efni á því sjálfur. Hælisleitendur eiga einnig rétt á bráðaþjónustu, sem ávallt er greidd af Útlendingastofnun.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er með samning við Útlendingastofnun um eftirfarandi þjónustu við hælisleitendur:

 • Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sinnir þjónustu við umsækjendur um vernd án tillits til búsetustaðar að undangenginni tilkynningu frá ÚTL um upphaf þjónustu.
 • Umsækjandi sjálfur eða þjónustusveitarfélag hans getur pantað tíma hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þegar þörf er á læknisþjónustu.
 • Í þjónustunni felst:
  • Viðtal og fyrsta heilbrigðisskoðun barna og fullorðinna stuttu eftir komu.
  • Almenn heilbrigðisþjónusta á dagvinnutíma eftir fyrstu heilbrigðisskoðun, þ.e.
   • viðtal við hjúkrunarfræðing símleiðis til að leysa úr einfaldari brýnum erindum, mögulega með aðstoð læknis,
   • viðtal við lækni samkvæmt ákvörðun hjúkrunarfræðings,
   • mæðra-, ung- og smábarnavernd og
   • útgáfa lyfseðla og endurnýjun þeirra.
  • Sálfræðiþjónusta.
  • Önnur sérfræðiþjónusta. Starfsfólk heilsugæslunnar metur þörf á aðkomu annarra sérfræðilækna og útbýr tilvísun sé þörf á því (hér undir falla t.d. bæklunarlæknar, skurðlæknar, geðlæknar og tannlæknar í undantekningartilvikum). Kostnaður vegna þessarar sérfræðiþjónustu er greiddur af Útlendingastofnun.

Réttur til að vinna

 • Umsækjendur um alþjóðlega vernd mega vinna á meðan umsókn þeirra er til meðferðar ef þeir fá útgefið svokallað bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi.
 • Bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi er veitt tímabundið þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir í máli umsækjanda eða þar til synjun kemur til framkvæmda.

Umsækjendur sem fá útgefið bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi þurfa að verða sér úti um húsnæði og eiga ekki lengur rétt á framfærslu eða annarri þjónustu frá Útlendingastofnun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Baldvin segir ásakendur um kynferðisofbeldi heltekna af hatri og hefndarhug – Ásakanirnar rýri trúverðugleika alvöru kynferðisofbeldis

Jón Baldvin segir ásakendur um kynferðisofbeldi heltekna af hatri og hefndarhug – Ásakanirnar rýri trúverðugleika alvöru kynferðisofbeldis
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur segir það sem hann óttaðist vera staðfest – „Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar?“

Sigmundur segir það sem hann óttaðist vera staðfest – „Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sóttvarnaaðgerðir á hæpnum lagagrunni – Reimar telur sig ekki vera að fara á samkomu þegar hann fer til rakara

Sóttvarnaaðgerðir á hæpnum lagagrunni – Reimar telur sig ekki vera að fara á samkomu þegar hann fer til rakara
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Samgöngumál Íslands í höndum dýralækna

Samgöngumál Íslands í höndum dýralækna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hörður segir Samfylkinguna blekkja og rugla varðandi sölu Íslandsbanka

Hörður segir Samfylkinguna blekkja og rugla varðandi sölu Íslandsbanka
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ármann fer fögrum orðum um umdeildar áætlanir Kópavogs – Íbúar mótmæla áformunum

Ármann fer fögrum orðum um umdeildar áætlanir Kópavogs – Íbúar mótmæla áformunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Bragi vill fá að sjá bóluefnasamningana – „Það voru mistök að treysta Evrópusambandinu“

Gunnar Bragi vill fá að sjá bóluefnasamningana – „Það voru mistök að treysta Evrópusambandinu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórarinn í Spaðanum vill kaupa Domino‘s

Þórarinn í Spaðanum vill kaupa Domino‘s