fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Svartþröstur syngur um miðja nótt

Egill Helgason
Laugardaginn 29. desember 2018 20:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur tekið eftir því að fuglar syngja í nóttinni hérna í Miðborginni í góðviðrinu undanfarið. Ég fór í Dómkirkjuna á jólanótt. Kirkjugestir heyrðu að í jólatrénu á Austurvelli sat fugl sem söng fagurlega.

Og söngurinn hefur heyrst hér fyrir utan á hverri nóttu yfir hátíðarnar.

Ég er ekki vel að mér um fugla, en eftir því sem ég kemst næst eru þetta svartþrestir og þá ungir karlfuglar. Þeir eiga það til að æfa söng sinn á skrítnustu tímum – það má líka vera að borgarljósin rugli þá.

Svartþrestir fóru að nema land á Íslandi fyrir ekki mörgum árum, þeir eru aufúsugestir.

Ég náði mynd af einum af þessum söngfuglum í ljósaskiptunum í dag. Hann sat uppi á loftneti á Hverfisgötunni og söng af lífs- og sálarkröftum. Nei, þetta er ekki frábær ljósmynd.

En Paul McCartney fer semsagt ekki með fleipur þegar hann syngur í laginu fræga: Blackbird singing in the dead of night.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Auðlindir í auðmannaþágu

Sigmundur Ernir skrifar: Auðlindir í auðmannaþágu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu