fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Utanríkisráðuneytið greitt 127 milljónir króna fyrir ráðgjöf og sérverkefni á einu ári

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. desember 2018 12:00

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum fyrir um ári síðan, hefur utanríkisráðuneytið greitt alls 126,9 milljónir fyrir 40 verksamninga um aðkeypta ráðgjöf, sérverkefni og verkefnastjórn. Þetta kemur fram í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins.

Hæsta greiðslan er 20,3 milljónir sem fór til almannatengslafyrirtækisins Burson-Marsteller, sem starfar í 110 löndum, en er með höfuðstöðvar í New York. Samningurinn við fyrirtækið var um ráðgjöf og þjónustu við ríkisstjórnina um orðspor Íslands erlendis, svo sem greiningarvinna, almannatengsl og fjölmiðlavöktun. Fyrirtækið hefur starfað talsvert fyrir íslenskt stjórnvöld frá árinu 2010 vegna Icesave deilunnar, makríldeilunnar, og annarra mála sem kafist hafa ráðgjafar.

Næsthæsta greiðslan er 11 milljónir, sem fór til ÍSOR vegna rannsókna og ráðgjafar vegna jarðhitaverkefnis í Austur-Afríku og ráðgjafar vegna verkefna Alþjóðabankans.

Þá fékk Geir Oddsson, sem var tímabundinn starfsmaður/ráðgjafi í Norðurlandamálum vegna formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2019, 9,6 milljónir fyrir sín störf.

Susan Martin fékk 7,2 milljónir vegna undirbúnings heræfingar, varnaræfingarinnar Trident Juncture 2018.

Þá fékk Magnús Jóhannesson 5,5 milljónir vegna ráðgjafar í Norðurslóðamálum.

Björn Bjarnason og starfshópur hans um kosti og galla EES-samningsins eru einnig á lista utanríkisráðuneytisins. Hinsvegar er ekki komin ákvörðun frá þóknunarnefnd um laun þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“