fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Siðanefnd Alþingis virkjuð í fyrsta skipti vegna Klausturmálsins

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. desember 2018 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er 2. varaformaður Forsætisnefndar. Hann sagði í samtali við Eyjuna að Klaustursmálið hefði verið tekið þar fyrir í morgun og ákveðið að senda málið til siðanefndar Alþingis. Er það í fyrsta skipti sem siðanefndin er virkjuð til að sinna sínu formlega hlutverki:

„Steingrímur mun fara nánar yfir þetta í upphafi þingfundar á eftir, en í rauninni var samþykkt ályktun nefndarinnar um að virkja siðanefndina,“

segir Jón Þór. Hann segir ferlið taka um viku þangað til að nefndin taki til starfa:

„Það verður óskað eftir því að sexmenningarnir sem um ræðir á Klaustursfundinum, svari efnislega erindinu frá forsætisnefndinni. Tímaramminn er um vika frá því að búið er að taka saman erindið og önnur gögn, þangað til að málið fer til siðanefndarinnar, en hún verður upplýst strax um að hún hafi verið virkjuð.“

Engin viðurlög vegna brota á siðareglum

Engin viðurlög eru við brotum á siðareglum Alþingis. Aðspurður hvort fjársektir við staðfestum brotum hefðu ekki meiri fælingarmátt en harðorðar ályktanir, sagðist Jón Þór ekki geta svarað til um það:

„Nú getur nefndin ekki rekið þingmenn eða vísað þeim frá störfum, en hvað fjársektir varðar hef ég bara ekki leitt hugann að því. Sjálfur er ég í Forsætisnefnd og get því ekki tjáð mig efnislega um málið, en segjum svo að siðanefnd komist að því að siðareglur hafi verið brotnar, þá er ekkert því til fyrirstöðu að þingmenn taki sig saman um að vilja ekki vinna með þeim þingmönnum sem sátu á Klaustur bar. Og ef þeir geta ekki átt samstarf með öðrum þingmönnum, þá er staða þeirra orðin ansi léttvæg og krafa kjósenda um að þeir hugsi sinn gang gæti orðið ansi sterk,“

sagði Jón Þór.

Siðanefndina skipa þau Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild HÍ, og Salvör Nordal, sérfræðingur við Siðfræðistofnun HÍ.

Nefndin var skipuð árið 2017 og eru þau skipuð til fimm ára.

Eyjan mun streyma beint frá vef alþingis klukkan 15 þar sem hægt verður að sjá og heyra ávarp Steingríms J. Sigfússonar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“