fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Bakkavararbræðurnir meðal ríkustu manna Bretlands

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. september 2018 11:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt lista The Sunday Times voru eignir Bakkavararbræðranna Ágústar og Lýðs Guðmundssona, metnar á 700 milljónir punda, eða rúmlega 100 milljarða íslenskra króna um síðustu áramót. Kjarninn greinir frá.

Bræðurnir eru metnir sem 197. ríkustu íbúar Bretlands á listanum, en árið 2016 sátu þeir í 885. sæti. Stökkva þeir því upp um 688 sæti á einu ári, en eignir bræðranna jukust um 80 milljarða íslenskra króna milli ára.

Til gamans má geta að efstur á listanum er Íslandsvinurinn James Ratcliffe, jarðeigandi.

Bakkavör er í umfjöllun The Sunday Times sagður einn af stærstu örbylgjumáltíðaframleiðendum Bretlands sem selji til helstu verslana landsins.

Bræðurnir Ágúst og Lýður stofnuðu fyrirtækið árið 1986 og í gegnum fjárfestingafélagið Exista voru þeir meðal umsvifamestu viðskiptamönnum Íslands fyrir hrun, sem stærstu eigendur Kaupþings, VÍS, Lýsingar, Viðskiptablaðsins og Símans.

Eftir erfiðleika í hruninu misstu þeir Bakkavör frá sér, en náðu þó yfirráðum á ný árið 2016 með samkomulagi við bandaríska vogunarsjóðinn Baupost Group.

Bakkavör var skráð á markað í fyrra og eiga bræðurnir 50,15% hlut í fyrirtækinu og Baupost tæplega 25 prósent. Skráningargengið var 1,8 pund á hlut, en er nú 1,72 pund á hlut.

Ágúst er forstjóri, en Lýður er í stjórn, hætti sem stjórnarformaður í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður