fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Lilja sannfærð um að verð á bókum lækki: „Þetta er sigur bókarinnar“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 11. september 2018 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að leiðin sem verði farin við að lækka verð á bókum sé betri en að afnema virðisaukaskattinn. Líkt og Eyjan greindi frá í morgun stóð til að afnema 11% virðisaukaskatt á bókum en þau áform hafa verið lögð á hilluna í fjárlagarfumvarpi næsta árs.

Sjá einnig: Virðisaukaskattur ekki afnuminn af bókum

Lilja segir í samtali við Eyjuna að leiðin sem verði farin sé betri en afnám virðisaukaskattsins.

„Það sem við erum að gera núna er að styrkja íslenska bókaútgáfu um 400 milljónir króna á komandi ári. Til þess að þessir fjármunir nýtist sem best og að útgáfa bóka á íslensku njóti góðs, fari ekki í að niðurgreiða erlendar bækur, þá veljum við þessa leið að endurgreiða 25% af kostnaði við að gera bækur á íslensku. Við erum í rauninni að gera meira en að afnema 11% virðisaukaskatt,“ segir Lilja. Þetta sé markvissari og betri leið. „Þetta er sigur bókarinnar.“

Lilja, sem hefur talað mikið fyrir afnámi virðisaukaskattsins á bækur fram til þessa, er mjög ánægð með útfærsluna. „Við sjáum að bókasala er að dragast saman um 40% og ég er bara þannig að ef ég sé leið sem gæti virkað betur, er markvissari og ég hef trú á, þá mun ég styðja hana. Ég hefði aldrei hleypt þessu í gegn ef þetta væri ekki betra.“ Lilja mælir fyrir frumvarpinu í næstu viku.

Mun þetta leiða til þess að bækur á íslensku verði ódýrari úti í búð?

„Já. Ég geri ráð fyrir því að þegar við erum komin með þennan umfangsmikla stuðning að verð á bókum lækki. Ég er sannfærð um að útgefendur taki vel í þá áskorun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?