fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Segir Steingrím ekki yfirmann þingmanna: „Ekki við hæfi að forseti þingsins, sem er fulltrúi tiltekins flokks, biðjist afsökunar á þingmönnum úr öðrum flokkum“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. júlí 2018 12:18

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þingforseti hefur m.a. það hlutverk að skipuleggja þingstörfin, í samstarfi við fulltrúa annarra flokka og stjórna þingfundum en er hins vegar ekki yfirmaður þingmanna,“ skrifar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar á Facebooksíðu sína í gær.

Tilefni skrifanna er afsökunarbeiðnin sem Steingrímur sendi Piu Kjærsgaard í kjölfar hins örlagaríka Þingavallafundar í síðustu viku, þar sem Steingrímur baðst afsökunar á þeirri „forkastanlegu“ „vanvirðingu“ sem henni var sýnd þegar Píratar sniðgengu fundinn með öllu og Helga Vala Helgadóttir gekk „út“ er ræða Piu hófst.

Logi segir það ekki við hæfi að Steingrímur biðjist afsökunar á þingmönnum Samfylkingarinnar:

„Hann er vissulega valinn með atkvæðum þorra þeirra í trausti þess að hann sé forseti alls þingsins. Er þó tilnefndur af stjórnarflokkunum og greiðir oftast atkvæði með sínum flokki og tekur til máls eftir því sem hann sjálfur kýs. Mér finnst því ekki við hæfi að forseti þingsins, sem er fulltrúi tiltekins flokks, biðjist afsökunar á þingmönnum úr öðrum flokkum, þar með talið mínum.“

Þá stingur Logi upp á að taka upp verklag skoska þjóðþingsins:

„Kannski væri hugmynd að við tækjum upp verklag skoska þjóðþingsins. Þar stendur forseti utan flokka, afsalar sér atkvæði sínu(nema við mjög sérstakar aðstæður) og þannig birtist hann kannski frekar sem raunverulegur forseti alls þingheims.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“