fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Lífslíkur á Íslandi með þeim mestu í Evrópu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. júní 2018 14:00

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2017 var meðalævilengd karla 80,6 ár og meðalævilengd kvenna 83,9 ár á Íslandi. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu, ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Aldursbundin dánartíðni hefur lækkað á undanförnum áratugum og má því vænta þess að fólk lifi að jafnaði lengur en reiknuð meðalævilengd segir til um. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Frá árinu 1987 hafa karlar bætt við sig tæplega sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd (sjá mynd 1).

Á 10 ára tímabili (2007–2016) var meðalævi karla á Íslandi og í Sviss 80,5 ár og skipuðu þeir fyrsta sætið í Evrópu. Fast á hæla þeim komu karlar í Liechtenstein (80,1 ár), Svíþjóð (79,9) og Ítalíu (79,8), síðan á Spáni og í Noregi (79,4 ár). Styst var meðalævilengd evrópskra karla í Moldavíu (65,8), Úkraínu (65,1) og Rússlandi (62,3).

Á sama tíma var meðalævi kvenna á Spáni 85,5 ár og í Frakklandi 85,4 ár og skipuðu þær fyrsta og annað sæti í Evrópu. Næst á eftir komu konur í Sviss (85,0), Ítalíu (84,8), Liechtenstein (84,2) og á Íslandi (83,9). Meðalævilengd kvenna var styst í Úkraínu (75,6), Rússlandi (74,4) og Moldavíu (73,8).

Ungbarnadauði í Evrópu minnstur á Íslandi
Árið 2017 létust 2.239 einstaklingar sem búsettir voru á Íslandi, 1.124 karlar og 1.115 konur. Dánartíðni var 6,5 látnir á hverja 1.000 íbúa og ungbarnadauði 2,7 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum árið 2017.

Á 10 ára tímabili (2007–2016) var ungbarnadauði á Íslandi að meðaltali 1,7 af hverjum 1.000 lifandi fæddum. Hvergi í Evrópu var ungbarnadauði jafn fátíður og hér. Ungbarnadauði var að meðaltali 1,8 í Andorra, 2,0 í San Marino, 2,3 í Finnlandi og Slóveníu og 2,5 í Svíþjóð. Tíðastur var ungbarnadauði í Tyrklandi, 12,4 af hverjum 1.000 lifandi fæddum.

Skýringar
Ungbarnadauði er stöðluð alþjóðleg vísitala sem sýnir dánartíðni barna á fyrsta aldursári. Hún er reiknuð með því að deila fjölda látinna á fyrsta aldursári með fjölda lifandi fæddra í árgangi og margfalda niðurstöðuna með 1.000.

Um samanburð á tölum um ævilengd og ungbarnadauða í Evrópu er rétt að geta þess að tölurnar fyrir 2007–2016 byggjast á útreikningum Eurostat.

Talnaefni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“