fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Eyjan

Ástþóri Magnússyni blöskrar hræsni Alþingis

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 2. mars 2018 18:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástþór Magnússon

Ástþór Magnússon, sem handtekinn var árið 2002 fyrir að vekja athygli á starfssemi flugfélagsins Atlanta með hergögn, en síðar sýknaður, segir hræsnara nú gala á Alþingi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ástþóri:

 

„Hræsnarar gala nú Alþingi, þeysast fram á ritvöllinn og í viðtöl fjölmiðla og þykjast koma af fjöllum um vopnaflutningastarfsemi Íslenska flugfélagsins Atlanta. Meira segja annar stofnandi félagsins þykist ekkert hafa vitað um þessa klárlega vafasömu og líklegast ólögmætu starfsemi Atlanta.

Hvar var allt þetta fólk þegar ég var handtekinn og færður í fangelsi fyrir að vekja athygli á þessari starfsemi Atlanta árið 2002 og hvernig það gæti leitt til þess að ráðist yrði gegn Íslenskum flugfarþegum?

Á NATO fundi í Prague árið 2002 lýstu Íslenskir ráðamenn yfir stuðningi Íslands við bandarískan hernað og innrás í Mið-Austurlöndum og buðu fram Íslenskar farþegaflugvélar frá Atlanta og Icelandair til hergagnaflutninga. Gögn frá utanríkisráðuneytinu sanna að á þessum tímapunkti höfðu þessir sömu menn vitneskju um að þarna var verið að fremja víðtæk fjöldamorð og þjóðernishreinsanir undir lygavef frá bandarísku leyniþjónustunni.

Ég sendi út viðvörun til allra starfstöðva Atlanta og Icelandair á Íslandi og erlendis, allra Íslenskra lögreglustöðva, ráðuneyta, alþingismanna og afrit til fjölmiðla. Í meðferð málsins benti ég á og lagði fram skjöl til stuðnings þeirri staðreynd að með þátttöku í herflutningum breytist skilgreining flugfélaganna úr því að vera borgarlegt skotmarki yfir í hernaðarleg. Samkvæmt Geneva sáttmálanum um stríðsrekstur yrðu flugfélögin þannig orðin lögmæt skotmörk þeirra sem stríðið beinist gegn. https://en.wikipedia.org/wiki/Legitimate_military_target

Fjölmiðlar og æðstu stjórnenda Íslenska ríkisins þar á meðal Forseta Íslands hafa lagt sitt á vogaskálarnar að þagga málið niður. Sögðu lítið sem ekkert og gerðust þannig þátttakendur. Fyrsta embættisverk fyrrverandi forseta var að hengja orðu á bandarískan hershöfðingja. Enn í dag með enn einn populistann og peð hernaðarsinna kjörinn á Bessastaði þegir það embætti um það sem er að gerast. Horfir út á sundin blá á meðan bandaríkjaher undirbýr styrjöld í Evrópu frá Keflavíkurflugvelli.

Meðfylgjandi Sigmund teikningar eru tákrænar fyrir þetta mál. Athygli vekur frétt RÚV í dag sem segir hernaðarandstæðinga flokkaða sem rusl á Facebook. Löngum var reynt að flokka mig og minn málstað sem rusl. Vonarstjarna Íslenskara kommúnista kallaði mig „þorpsfífl“ í leiðara Fréttablaðsins. Kannski táknrænt fyrir upprennandi stjórnmálaforingja á Íslandi. Útrásarpopulisti sem reyndi að þagga niður ádeilur á hernaðarbröltið vill nú leiða sofandi sauðina eftir að hafa yfirgefið sviðna jörð í fjölmiðlum.“

 

Ástþór Magnússon

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Tvö þúsund fimm hundruð níutíu og níu

Jóhannes Loftsson skrifar: Tvö þúsund fimm hundruð níutíu og níu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorvaldur segir framboð Katrínar „siðvillu af vondri tegund“ sem sé hægt að stoppa með þessum hætti – „Það er til lausn á þessu“

Þorvaldur segir framboð Katrínar „siðvillu af vondri tegund“ sem sé hægt að stoppa með þessum hætti – „Það er til lausn á þessu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Freyr ráðinn upplýsingafulltrúi Eflingar

Freyr ráðinn upplýsingafulltrúi Eflingar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Tengslanetið úr fræðasamfélaginu nýtist til að færa okkur þekkingu og skapa tækifæri

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Tengslanetið úr fræðasamfélaginu nýtist til að færa okkur þekkingu og skapa tækifæri
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nú þarf hægri hagstjórn og vinstri velferð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nú þarf hægri hagstjórn og vinstri velferð