fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Ísland – langdýrasta ferðamannalandið

Egill Helgason
Laugardaginn 13. janúar 2018 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn eru að velta fyrir sér hvers vegna eyðsla ferðamanna sem koma til Íslands minnki. Ferðamönnunum fjölgar, en þeir eyða minna fé. Líklega er ein meginskýringin sú að flugfélögin íslensku leggja nú ofurkapp á að flytja fólk milli Íslands og Bandaríkjanna, áfangastöðum þeirra í Bandaríkjunum fjölgar sífellt, en ef þessir farþegar yfirleitt stoppa á Íslandi þá er það í fáa daga, rétt til að sjá staðinn.

En svo er Ísland auðvitað rosalega dýrt land, svo mjög að margir útlendingar sem hingað koma fá hérumbil áfall og fara að halda fast um budduna. Þeir eru einfaldlega hræddir um að annars gufi peningarnir bara upp.

Þýska stórblaðið Die Welt birtir þessar tölur um hvar dýrast sé og ódýrast að fara í frí í Evrópu og er miðað við þjónustu á hótelum og veitingahúsum. Segir að heimildin sé þýska hagstofan. Þýskaland er viðmiðið, það er núll. Við sjáum að Ísland er langdýrast 62,5 prósentum dýrara en Þýskaland, næst koma Noregur, Sviss og Danmörk, en nokkuð fyrir neðan okkur. Ódýrustu löndin til að fara í frí eru svo Króatía, Ungverjaland, Tyrkland og Búlgaría.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður