fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Flateyjabók liggur undir skemmdum- Árnastofnun fær styrk til viðgerðar

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 8. desember 2017 17:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkistjórnin hefur ákveðið að styrkja Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um 5 millj. kr. til að ráðast í brýna viðgerð á Flateyjarbók, einu merkasta handriti Íslendinga. Að sögn Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Árnastofnunar er danskt lím sökudólgurinn.

„Flateyjarbók var færð í nýtt band á átjándu öld sem nú þarfnast áríðandi viðgerðar en auk þess þarf handritið sjálft gagngerrar forvörslu við, meðal annars þarf að hreinsa af því lím sem notað var þegar handritið var bundið inn, sem farið er að valda skemmdum, og er það tímafrek nákvæmnisvinna. Eftir að gert hefur verið við handritið stendur til að binda það inn í nýtt varðveisluband sem yrði verðugur umbúnaður þessarar drottningar íslenskra skinnbóka,“

segir Guðrún. Hún segir litla áhættu fólgna í viðgerðinni:

„Nei það er ekki áhætta í sjálfri viðgerðinni. Þetta er bara mikil nákvæmisvinna sem tekur tíma. Sem stendur erum við einungis með einn forvörð, en þurfum að fá aðstoð erlendis frá til verksins. Þetta mun taka einhverja mánuði, en það á eftir að koma betur í ljós.“

 

Flateyjarbók er stærst allra íslenskra miðaldahandrita, 225 kálfskinnsblöð í stóru fólíóbroti, og ríkulega myndskreytt. Í formála hennar segir að bókina eigi höfðinginn Jón Hákonarson í Víðidalstungu og að hana hafi ritað Jón prestur Þórðarson og Magnús prestur Þórhallsson og að sá síðarnefndi hafi lýst (þ.e. myndskreytt) hana alla.

Flateyjarbók kom í eigu Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti árið 1647 og níu árum síðar, 1656, sendi biskup Friðriki þriðja Danakonungi handritið. Fullar þrjár aldir var það einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn en kom aftur til Íslands síðasta vetrardag 1971, í kjölfar lausnar handritamálsins svokallaða. Helge Larsen, menntamálaráðherra Dana, afhenti þá bókina íslenskum starfsbróður sínum, Gylfa Þ. Gíslasyni, með orðunum „Vær så god! Flatøbogen“.

Danir höfðu verið tregir til að fallast á að afhenda Íslendingum Flateyjarbók enda hefur handritið mikla þýðingu fyrir sögu Norðurlanda á miðöldum; þar hefur varðveist margt merkilegt efni sem sumt er hvergi annars staðar til.
Flateyjarbók var færð í nýtt band á átjándu öld sem nú þarfnast viðgerðar, en til stendur að sýna Flateyjarbók í nýju Húsi íslenskunnar sem rísa mun á Melunum innan fárra ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?