fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Segir vörur fjarlægðar úr hillum Hagkaupa og Bónus ef þær eru seldar í Costco

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 1. júní 2017 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagkaup í Smáralind.

Íslenskir framleiðendur hafa fengið þau skilaboð frá Högum að ef þeir hyggist selja sínar vörur í Costco verði þær fjarlægðar úr hillum Hagkaupa og Bónuss. Þetta segir Viðskiptablaðið og vísar í heimildarmann sem vill ekki láta nafn síns getið.

Eyjan hafði samband við Haga vegna málsins og fékk þau svör að þar væri verið að skoða hvaðan þessi ummæli kæmu, en það væri forstjóra að svara hvort þetta væri rétt eða rangt. Ekki náðist í Finn Árnason forstjóra Haga.

Segist Viðskiptablaðið hafa heimildir fyrir því að þegar Costco bauð íslensku matvælafyrirtæki að taka vörur þess inn í Costco þá hafi það mælst illa fyrir hjá Högum. Þegar þetta spurðist út fékk viðkomandi símtal frá Högum þar sem honum var sagt að ef hann myndi selja sínar vörur í Costco yrðu þær fjarlægðar úr verslunum Hagkaupa og Bónuss.

Verslunareigendur eru einnig uggandi yfir stöðunni þar sem Costco getur selt vörur undir kostnaðarverði þar sem fyrirtækið er ekki með markaðsráðandi stöðu. Sagði einn viðmælandi Viðskiptablaðsins að Costco væri að selja íslenskar vörur undir kostnaðarverði til að laða fólk í verslunina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að