fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Samstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð mætir mikilli tortryggni í Valhöll

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. janúar 2017 23:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV/Sigtryggur Ari
Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Þungt hljóð var í mörgum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins á fundi þingflokksins í gær, þar sem fjallað var um mögulegt stjórnarsamstarf með Viðreisn og Bjartri framtíð. Margir þingmenn flokksins óttast nauman meirihluta í slíku samstarfi og eru líka ósáttir við hugmyndir sem settar hafa verið fram um skiptingu ráðuneyta.

Eyjan hefur heimildir fyrir því að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi lýst efasemdum á þingflokksfundinum um réttmæti þess að Sjálfstæðisflokkurinn fái aðeins fimm ráðherrastóla og embætti forseta Alþingis í slíku samstarfi meðan Viðreisn og Björt framtíð fái líka fimm ráðherraembætti. Mikill munur sé á þingstyrk flokkanna og líklegt að mikið álag verði á þingmenn Sjálfstæðisflokksins í nefndastarfi úr því stór hluti þingflokka Viðreisnar og Bjartrar framtíðar muni sitja í ríkisstjórn.

Ennfremur óttast fjölmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að áherslur Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, til dæmis í sjávarútvegs-, landbúnaðar- og Evrópumálum verði flokknum erfið, ekki síst úti á landsbyggðinni. Lýstu þeir áhyggjum sínum af því að Framsóknarflokkur og Vinstri græn geti gert sér mikinn mat úr því í stjórnarandstöðu gegn ríkisstjórn með aðeins eins manns meirihluta.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, heldur spilunum þétt að sér og hefur stuðning flokksfólks til að sigla málum í höfn, en hann fékk skýr skilaboð á þingflokksfundinum í gær um að tortryggnin í garð þessa stjórnarsamstarfs sé mikil.

Þingmenn flokksins telja flestir að málið sé komið of langt til að stöðva það, en snúið verði að ná samstöðu um stór mál í stjórnarsáttmála.

Samkvæmt heimildum Eyjunnar er gengið út frá því að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins verði, auk Bjarna, Kristján Þór Júlíusson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Ólöf Nordal og jafnvel Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins. Heimildir Eyjunnar herma að Bjarni Benediktsson vilji gera Brynjar Níelsson að formanni þingflokksins, Harald Benediktsson að formanni fjárlaganefndar og Birgi Ármannsson að forseta Alþingis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður