fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Gámaarkitektúr?

Egill Helgason
Föstudaginn 8. janúar 2016 19:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er spurning – hvað á manni að finnast um þetta?

Svona líta þau út byggingaráformin út hjá Austurhöfninni, milli Hafnarstrætis og Sæbrautar – gegnt Arnarhóli.

Þar er stór reitur sem hefur lengi verið óbyggður og er sannarlega ekki til prýði. En það er ekki þar með sagt að við viljum byggja „bara eitthvað“ á þessum stað – eða hvað?

Nú er lagt til að þessar nýbyggingar kallist Hafnartorg. Raunar er ekkert þarna sem minnir á Höfnina, nálægð við hana eða tengsl við hana – eða yfirleitt tengsl við nokkurn skapaðan hlut í nágrenninu. Slíkt samræmi vantar alveg.

Þetta er í anda arkítektúrs sem er í tísku núna og sést hvarvetna – sumir hafa kallað það gámaarkitektúr. Formin eru kassalaga, byggingamagnið virðist ansi mikið – maður spyr hvort muni nokkurn tíma sjá til sólar inn á „Hafnartorgið“?

Þetta er semsagt mjög bundið tíðarandanum sem ríkir nú á tíma byggingabólu, þegar spákaupmenn hafa flykkst yfir í byggingabransann og láta mikið til sín taka við mótun borgarmyndarinnar – stundum, að manni sýnist, án þess að yfirvöld fái rönd við reist.

Eða hvernig líst lesendum síðunnar á? Kurteislegar og málefnalegar umræður væru vel þegnar.

 
fr_20160107_029943

 

fr_20160107_029942_2-1

 

fr_20160107_029941_2

 

fr_20160107_029944

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar