fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Frábær mynd um fjármálabrjálæði og -brask

Egill Helgason
Laugardaginn 16. janúar 2016 11:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Big Short er afar vel gerð kvikmynd, einhver sú besta sem hefur verið gerð um kauphallarviðskipti og brask. Ætti eiginlega að vera skylduáhorf fyrir alla sem starfa í fjármálageiranum – jú, og alla sem láta sér þjóðfélagsmál varða.

Myndin segir söguna af verðbréfasölum sem fóru að sjá í gegnum skuldabréfavafningana sem báru uppi fjármálamarkaðinn á Wall Street á árunum fyrir hrunið 2008. Vafningarnir voru samansettir af húsnæðislánum sem reyndust að talsverðu leyti vera ónýt. Kerfið var dæmt til að hrynja og óhjákvæmilegt að það myndi valda miklum þjáningum. Heimurinn er enn að súpa seyðið af þessu. Við sjáum ekki enn fyrir endann á óstöðugleikanum og umrótinu sem hófst í fjármálakreppunni 2008.

Samt gáfu matsfyrirtækin þessum vafningum einkunn upp á AAA – eins og þetta væru öruggustu fjárfestingar í heimi. Í raun er óskiljanlegt að sjoppum eins og Fitch, Standard & Poor’s og Moody’s skyldi ekki hafa verið lokað fyrir fullt og allt strax eftir hrunið.

Þetta er mynd um fjármálakerfi sem er stjórnlaust og stórhættulegt og gengur út á að fóðra sína eigin óseðjandi græðgi. Þetta er kerfi sem er fjandsamlegt almenningi. Punktur saliens í lok myndarinnar er svo þegar ríkisstjórnin ákveður að bjarga bönkum sem hafa hegðað sér með fullkomlega ábyrgðarlausum hætti – höfundar myndarinnar draga ekki dul á að þar blandast inn í stórfelld og bíræfin fjársvik.

Þá héldu sumir kannski að kerfið myndi breytast, komið yrði á það böndum, en sú hefur aldeilis ekki orðið raunin. Wall Street hélt áfram á sinn ábyrgðarlausa hátt, eins og ríki í ríkinu, stjórnmálamenn eins og Hillary Clinton lofa að taka harðar á fjármálakerfinu til að koma í veg fyrir annað hrun – en líklega er ekkert að marka það.

 

tbs_1-sht_teaser

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar